Valsblaðið - 24.12.1967, Page 6

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 6
4 VALSBLAÐIÐ Hin skelegga stjórn Vals: Fremri röð f. v.: Ægir Ferdinandsson formaður. Friðjón Friðjónsson, Þórður Þor- kelsson, Einar Björnsson. Aftari röð: Páll Jörundsson. Elías Hergeirsson, Jón Kristjánsson og Garðar Jóhanns- son. Á myndina vantar Stefán Hallgrímsson, en hann var að vinna við Skíðaskálann, þegar myndin var tekin. stæðu. Mjög margir tóku til máls og var áhugi mikill og góður hugur í mönnum. Þá kom stjórnin á fundi hjá Fulltrúaráðinu og gaf þar skýrsl- ur um gang mála í félagsstarfinu. Þegar eftir sigurinn í Islands- mótinu var efnt til móttöku í fé- lagsheimilinu. Komu þangað nær 100 gestir. Veitingar voru fram bornar af rausn og myndarskap. Margar ræður haldnar, þar sem Val var árnað allra heilla með hinn ágæta sigur og heiðurstitilinn „Bezta knattspyrnufélag íslands 1967.“ Þá var einnig minnzt sigurs V. fl., en piltarnir þar urðu líka Islandsmeistarar í sínu móti. Voru hvorir tveggja Islandsmeistararnir hylltir með ferföldu húrrahrópi. Var samkoma þess öll hin skemmti- legasta og stóð í nær tvo tíma. Badmintondeild stofnuð. Undanfarin ár hefir stundum verið rætt um stofnun badminton- deildar innan félagsins, en ekki orðið úr framkvæmdum fyrr en nú. En hinn 11. sept. var efnt til stofnfundar, voru stofnendur margir og almennur áhugi ríkj- andi. F ormaður deildarinnar er Páll Jörundsson, en aðrir í stjórn eru: Tage Ammendrup, Örn Ingólfsson, Ormar Skeggjason og Sigurður Guðjónsson. Fjármálin. Eins og áður, er sá vandinn hvað mestur, að afla tekna til fram- kvæmdanna. Happdrætti ISI, sem verið hefir í gangi undanfarin ár, hefir gefið allverulega í aðra hönd, og er eða getur verið allöruggur tekjustofn, en það hefur verið hvað örðugast að fá tryggan tekjustofn fyrir félögin. StjórnlSláþvívissu- lega miklar þakkir skildar fyrir að gefa félaginu tækifæri á að afla sér þannig fjár til starfsemi sinn- ar, sem þó fer eftir getu og dugn- aði hvers einstaklings í félaginu hversu aflast hverju sinni. Árang- urinn hjá Valsmönnum í þessu til- liti virðist ætla á þessu starfsári að verða góður. Valsblaðið. kom út eins og að undanförnu, stórt og vandað. Kom blaðið út um jólin. Var þar m.a. rakin starf- semi félagsins á árinu auk ýmis- konar greina um íþróttamenn. — Sömu félagarnir og áður sáu um blaðið. Frá aðalfundi knattspyrnudeildarinnar Helztu atriði úr störfum fess, Á aðalfundi deildarinnar 20. nóv. 1966 voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn og skiptu þannig með sér verkum: Elías Hergeirs- son formaður, Ægir Ferdinands- son varaform., Árni Njálsson gjaldkeri, Skúli Steinsson ritari og Árni Pétursson spjaldskrár- ritari. Varastjórn Gísli Sigurðs- son, Þorsteinn Friðþjófsson, Sig- urður Marelsson. Er Ægir var kosinn formaður Vals varð sú breyting á stjórninni að Gísli Sig- urðsson varð ritari en Skúli Steins- son varaformaður. FuIItrúar. Skipaðir eru eftirtaldir menn, fulltrúar félagsins: A. K.R.R. aðalfulltrúi: Einar Björnsson, varafulltrúi: Friðjón B. Frið- jónsson. B. Mótanefnd eldri flokka: aðalfulltrúi: Árni Pétursson, C. Mótanefnd yngri flokka var lögð niður. Æfing og þjálfun. Stjórnin var svo lánsöm að hafa í starfi reynda og góða þjálfara, og voru þeir: Fyrir 1- og 2. flokk Óli B. Jónsson, fyrir 3. og 4. flokk, Róbert Jónsson, fyrir 5. flokk Lár- us Loftsson. Til aðstoðar Róbert Að lokum. Hér hefir aðeins verið stiklað á stóru um starfsemi aðalstjórnar, en í skýrslu stjórnarinnar á vænt- anlegum aðalfundi mun verða nán- ar greint frá störfunum. Vill stjórnin svo að lokum þakka öllum Valsfélögum margþætt störf þeirra fyrir félagið á árinu sem er að kveðja um leið og þess er vænzt að enn sé róðurinn hertur fyrir Val félagslega og íþróttalega.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.