Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 24
22 VALSBLAÐIÐ Fótboltafélagið „Skjöldur“ úr „Skuggahverfinu“, sem lék sér og lifði á árunum 1917—’18, en þá munu 8—9 þeirra hafa gengið í Val, og nokkrir þeirra voru með að vinna fyrsta mótið, og hefur því þetta strákafélag komið nokkuð við sögu Vals. Á myndinni eru: Fremsta röð: Isleifur ísleifsson, Marino Erlendsson, Þorkell Gíslason. Önnur röð: Magnús Guðmundsson, Markús Helgason og Bjarni Pálsson. Þriðja röð. Aðalsteinn Guðmundsson, Bergþór Pálsson, Árni Pálsson, Hannes Páls- son og Árni Guðmundsson. bæjarhverfum Reykjavíkur á ár- unum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Flestir drengir voru frá og fyrir fermingaraldur í einhverju slíku félagi í sínu hverfi, og hefur Jón Sigurðsson, borgarlæknir o.fl. lýst starfsemi slíkra hverfisfélaga á skemmtilegan hátt í Valsblöðum. Á þeim árum var mikið af óbyggðum svæðum í Reykjavík og kröfur knattspyrnudrengj anna frumstæð- ar hvað snerti æfingasvæði, enda varð stærð hinna herteknu svæða, sem oft varð að yfirgefa með litl- um fyrirvara, að ráða stærð fót- boltavallarins. Til að fylla æfinga- lið var notast við þá reglu, að „margur er knár þótt hann sé smár,“ og tóku þátt í leikjunum drengir af ýmsum aldri. I Skuggahverfinu voru á þeim árum stofnuð tvö slík félög. I öðru voru drengir af svæðinu frá Lind- argötu vestanverðri að Vatnsstíg. Stóðu bræður mínir ásamt Aðal- steini Guðmundssyni að því félagi og Marino Erlendsson, hinn snjalli markvörður Vals, sem nú er látinn. Nafn félags okkar var „Skjöldur,“ en hitt félagið, sem í voru drengir úr eystri hluta Skuggahverfisins hét „Þór.“ Forustudrengir þess félags voru Kaupangsbræður, þeir Stefán og Gísli Pálssynir, og Ei- ríkur Jónsson og fleiri síðar lands- þekktir knattspyrnumenn. Æfingasvæði okkar Skjaldar- drengja var oft á Arnarhólstúninu neðan við Safnhúsið, þar sem nú er Arnarhvoll og Ingólfsstræti, eða í þá daga túnin kringum Sölvhól, sem var þar sem nú er hús SÍS við Sölvhólsgötu. Þegar stungið var upp á því við mig að rifja upp fyrstu kappleiki, sem ég lék með yngri deild Vals og tók þátt í, þótti mér ráðlegt að snúa mér til vinar míns Aðalsteins Guðmundssonar, afgreiðslustjóra hjá Olíuverzlun Islands, og það kom í ljós að báðir höfðu ánægju- legar endurminningar frá fótbolta- kappleikjum Reykjavíkuræskunn- ar fyrir hálfri öld. Við Aðalsteinn vorum óskiljanlegir vinir frá 8— 16 ára aldurs, vináttan hefur hald- izt, enda er hún óháð veraldar- vafstri, en leiðir skildust vegna áratuga sjómennsku minnar. Eng- inn viðburður í æskuleikjum okkar fór fram, sem við vorum ekki báðir þátttakendur í. Það var því auð- velt að rifja upp marga skemmti- lega atburði, þótt þeirra verði ekki getið hér nema að litlu leyti. Kappleikur á Kóngsmel fyrir 50 árum. Hverfisfélögin héldu kappleiki eftir því sem við varð komið. Sá kappleikur sem okkur er minnis- stæðastur frá þeim tíma, var milli félags okkar „Skjaldar" og Efri- Lindargötufélagsins, eins og við kölluðum það, en það var félag Kaupangsbræðra og drengja af Bjarnaborgarsvæðinu.Ef við mun- um rétt, hét það Fótboltafélagið „Þór.“ Kappleikurinn var vel und- irbúinn af beggja hálfu, með æf- ingum, einnig komum við okkur saman um kaup á verðlaunabikar, sem báðir aðilar söfnuðu fé til og var hann keyptur hjá Jóni Her- mannssyni, og ef ég man rétt kost- aði gripurinn 15 eða 20 krónur. Þetta var ekki lítil fjárhæð fyrir þennan aldursflokk í þá daga. Bik- arinn var á fæti, með tveimur höld- um, sennilega hefur hann verið úr silfurpletti. Á hann voru grafin nöfn beggja félaganna. Fyrir kappleikinn fórum við uppá Kóngsmel, hreinsuðum völl- inn, mældum og merktum. Við komum okkur einnig saman um línuverði og dómara, því miður munum við ekki hver hann var, en hann mun hafa verið eldri en við keppendurnir, og unnið starf sitt þannig að enginn ágreiningur var um úrslit. Stefán Ólafsson (ágæt- ur markvörður í Val á þeim tíma) var dómari í einhverjumkappleikj- um okkar á þeim tíma og því ekki ótrúlegt að hann hafi verið dómari í umrætt skipti. Sannast hér sem oft áður að vel unnin störf falla frekar í gleymsku en þau sem orka tvímælis. Umræddur kappleikur milli Skjaldar og Þórs, var háður á Kóngsmel eins og fyrr segir, en hann var á toppi Öskjuhlíðar, þar sem nú eru hitavatnsgeymarnir, en þar var þá sléttur ógróinn melur, sem oft var notaður til fótbolta- leikja. Er okkur minnisstæður elt- ingarleikurinn við boltann, ef hann fékk duglegt spark, í ranga átt, og skoppaði niður brekkurnar, en það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.