Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 25
VALSBLAÐIÐ
23
Fyrstu sigurvegarar Vals í móti 1919. Fremsta röð f. v. Angantýr Guðmundsson,
Marino Erlendsson, Markús Helgason. Önnur röð: Magnús Guðbrandsson, þjálfari,
Aðalsteinn Guðmundsson, Ingi Þ. Gíslason, Sigurður Haukdal Sigurðsson, Óskar
Bjarnason og síra Friðrik með bikarinn. Aftasta röð: Pétur Kristinsson, Halldór
Árnason, Daníel Þorkelsson, Hannes Pálsson og Gunnar Guðjónsson.
var bót í máli að oftast voru áhorf-
endur, sem ekki voru sporlatir, svo
keppendur þurftu ekki að eyða
orkunni í slík hlaup. Viðstaddir
kappleikinn voru drengir úr Aust-
urbænum, enda var hann undir-
búinn með miklum fyrirvara, og
fregnir af honuni bárust, víða um
og vildu ungir drengir því sjá
þessa viðureign. Leikurinn fór líka
fram á sunnudegi.
Leikar fóru svo að Þór vanu
Skjöld og þar með bikarinn, sem
keppt var um á Kóngsmel vorið
1917, eða fyrir réttum 50 árum!
Litlu síðar leystust þessi félög
upp. Flestir af okkar félögum sem
héldu áfram knattspyrnunni, fóru
í Val, en félagar í Þór fóru margir
í Fram, og urðu sumir þeirra með-
al þekktustu knattspyrnumanna
landsins, eins og áður getur.
Til er mynd af liði þessu, en
það þótti sjálfsagt að taka mynd
til minningar um þessa atburði.
Fyrsti sigur Vals í móti 1919.
Fyrsta knattspyrnumótið sem
Valur vann var 2. fl. mótið 1919.
Ég keppti í tveimur síðustu leikjum
mótsins, var byrjaður sjómennsku,
þótt ungur væri, en einhver mun
hafa forfallazt, og var ég þá kom-
inn í land og tekinn í liðið sem
vinstri framherji. Daníel Þorkells-
son var miðherji og fyrirliði okkar
liðs. Hann segir í 25. tölubl. Vals
um 2. fl. mótið 1919: ,,Ég man nú
ekki mikið úr þessu móti, þegar
við unnum, en ég man að það var
mikil gleði í hópnum og þegar á
eftir haldið til ljósmyndarans til
þess að festa viðburðinn á mynd,
og er sú mynd til, og farið vartil
kaffidrykkju í KFUM á eftir. Ég
man eftir leik við Víking vegna
þess að völlurinn var svo blautur
og forarleðjan svo mikil að það tók
næstum í ökla og við komum knett-
inum ekki nema fáa metra, þótt
við leggðum alla orku í spyrnuna.“
Þetta er rétt lýsing á viðburð-
inum hjá Daníel, eftir því sem við
Aðalsteinn munum, en ég tók ekki
þátt í umræddum leik við Víking,
Samt var úrslitaleikurinn við Vík-
ing og var ég þá kominn í liðið.
Leikur sá sem Daníel lýsir, var
dæmdur ógildur, sennilega vegna
ástands vallarins, sem áður er lýst,
og öðru sem ekki var í samræmi
við 2. fl. mót.
Urslitaleikur mótsins var við
Víking, eins og áður segir, og stóðu
leikar svo að Víkingi dugði jafn-
tefli til þess að vinna mótið. Leik-
urinn fór fram á gamla Melavell-
inum. I fyrri hálfleik var ekkert
mark skorað, en skömmu fyrir
leikslok gera Valsmenn áhlaup,
sem endaði með því að Halldór eða
Daníel gáfu boltann til mín á
vinstri vallarhelmingi, og skoraði
ég þetta eina mark leiksins. —
Skömmu síðar voru leikslok, og
man ég sérstaklega eftir því að
eldri félagarnir úr 1. fl. (nú meist-
arafl.) þustu inná völlinn með
miklum fagnaðarlátum og þrifu
mig á gullstól nokkurn spöl á göng-
unni út af vellinum, og kunni ég
illa við mig í slíku sviðsljósi.
Ég man líka vel eftir því að sig-
urgleðin fékk annan svip í návist
sr. Friðriks. Hann vildi kenna okk-
ur að ganga hægt um gleðinnar
dyr, og kunna líka að taka ósigr-
um með réttu hugarfari.
Eftir þetta fækkaði þeim kapp-
leikjum, sem ég tók þátt í, en ekki
neita ég því að knattspyrnusýkill-
inn leyndist í blóðinu í mörg ár, og
alltaf gladdist ég innilega yfir sigr-
um Vals, sem voru margir um og
upp úr 1930.
Þegar litið er hálfa öld til baka,
kemur í ljós að heilbrigðir leikir
æskunnar geymast sem lítill ljós-
geisli í fylgsnum minninganna.