Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 32
30
VALSBLAÐIÐ
Þorsteinn
Einarsson
sextugur
Þorsteinn Einarsson, skyttan fræga, sem allar varnir óttuðust.
»-----------------------------------------------------------------------------------æ
„Þið skuluð athuga það, drengir mínir, að það eru engir skussar, sem þið
leikið við í dag“.
Þetta var okkur „innprentað“, er við fórum út í úrslitaleikinn 1930, segir
Þorsteinn Einarsson miðherji KIÍ á þeim tíma.
»-----------------------------------------------------------------------------------8
Við hér í ritstjórn þessa blaðs
höfum oft skyggnzt yfir garðinn
til grannans, ef sérstakt tæki-
færi hefur gefizt, og sagt frá ýmsu,
sem þar gerist. Að þessu sinni ger-
um við eiginlega meira, við reynum
að skyggnast inn í aðra veröld,
eða annað ríki, þ. e.: ríki K. R. í
Vesturbænum. Við höfum valið til
frásagnarinnar mann sem á
drengjaárum sínum var í Val, og
nú fyrir nokkru gerðist styrktar-
félagi Vals. Tilefnið ef til vill
fyrst og fremst, að hann átti sex-
tugsafmæli 6. febrúar s. 1.
I þessa hálfu öld sem leið á milli
þess að hann æfði með Val á Vals-
vellinum á Melunum(þarsemMela-
völlurinn er nú) undir handleiðslu
Jóns Guðmundssonar (síðar verzl-
unarstjóri hjá Járnvörudeild Zim-
sen), og þar til hann gerðist styrkt-
arfélagi í Val, hefur hann lifað og
hrærzt í hinu hálflokaða knatt-
spyrnuríki í Vesturbænum. Þessi
maður er Þorsteinn Einarsson, sem
allir muna frá hans tíma á knatt-
spyrnuvellinum, og vafalaust
margir af hinum yngri þekkja
vegna orðróms hans sem snillings
í meðferð knattar, og þá ekki sízt
sem ein bezta skytta sem hér hefur
leikið með íslenzku knattspyrnu-
félagi. Okkur sem lékum í vörn
Vals í þá daga, stóð alltaf stuggur
af Steina. við óttuðumst hann,
enda var hann mesti ógnvaldur
hverri vörn þeirra tíma.
Þorsteinn hafði margt það, sem
góðan knattspyrnumann má
prýða, og má það fyrst og fremst
nefna, að hann tók íþrótt sína al-
varlega, þannig að hann æfði
manna mest, og ég minnist þess, að
þegar ég var að byrja hér, sá ég
hann nokkrum sinnum á ,,KR-vell-
inum" sem þá var, þar sem hann
var einn ásamt markverði, og skaut
á hann án afláts. Mig furðaði mest
á því hve skotviss hann var, því
varla fór meira en fjórði hver
knöttur fram hjá markinu, og um
það bil annað hvert skot gaf mark.
Það vakti líka athygli mína og und-
irstrikar öryggi hans, að hann
spyrnti alltaf strax er knötturinn
kom til hans, hvort sem hann kom
úr lofti eða veltandi. Til að fyrir-
byggja misskilning, var ég þarna
af tilviljun, en ekki til að njósna
um þá KR-inga!
I þessari elju hans við skotæfing-
ar má finna ástæðuna til skotör-
yggis hans, næstum hvernig sem
hann stóð að knettinum, og ekki
er að efa að þetta gaf KR margan
sigurinn, en setti aftur á móti
„grá hár“ í höfuð okkar verjenda!
Þorsteinn tamdi sér þegar frá upp-
hafi sérstætt hlaupalag; stutt, tíð
skref, sem gaf honum gott jafn-
vægi, og gerði hann þéttan fyrir í