Valsblaðið - 24.12.1967, Page 33

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 33
VALSBLAÐIÐ 31 Þorsteinn Einarsson þar sem hann nú aðeins fylgist með því, sem sem gerist á vellinum, þar sem hann er verkstjóri, og fær aðeins „fiðring" í fæturna. návígi, auk þess sem hann var sjálfur þéttbyggður og líkamlega sterkur. Stundum þótti okkur, sem hann gerði ekki alveg nægan grein- armun á knattspyrnu og hand- knattleik þegar hann tók til að „lagí'æra“ knöttinn aðeins fyrir sér svo lítið bar á, og ef upp komst um kauða, sem okkur fannst ekki nógu oft, brosti hann kankvíslega en mótmælti aldrei. „Ég var hálf- gerður „prakkari“ sagði Steini við mig, þegar við ræddum saman. Ég sá eftir þessu eftir á, sérstaklega þegar ekki komst upp um mig og við fengum mark fyrir bragðið“! Hann var miðpunkturinn í hinu fræga „KR-tríói“, sem hélt saman í 12 ár, en hinir tveir voru Hans Krag og Gísli Guðmundsson. Um og upp úr 1920 taka Vestur- bæingar að þjappa sér saman, og sækja í sig veðrið, og taka upp merki KR, með það fyrst og fremst fyrir augum að ógna veldi Fram, sem þá var nær alls ráðandi í knatt- spyrnunni hér. Einn þessara ungu manna var Þorsteinn Einarsson, Þó KR yrði sigurvegari í fyrsta Islandsmótinu 1912 leið langur tími þar til KR tókst að endur- heimta titilinn, eða 7 löng ár, og enn önnur 7 ár urðu þeir að bíða eftir næsta sigri í íslandsmóti, eða loksins 1926. Þar vann Steini fyrsta Islandsmótssigur sinn, og á næstu 13 árum eða til 1939 varð hann 7 sinnum íslandsmeistarí, og 13 sinnum Reykjavíkurmeist- ari á 17 árum, þar af 10 sinnum í röð. Þorsteinn fylgist stöðugt með knattspyrnunni og nýtur þess að sjá góð tilþrif og góða knatt- spyrnu. Hann er nú verkstjóri við íþróttavellina í Reykjavík. Þess má geta, að hann á mjög skemmti- legt úrklippusafn úr blöðum frá gömlum tíma, og úrslit úr leikjum frá gömlum dögum. Fyrir alllöngu ræddi undirrit- aður við Þorstein um lífið í Vest- urbænum á æskudögum hans, svo og svolítið um knattspyrnuferil hans, og kom þar ýmislegt skemmtilegt fram. Nú nýlega hef ég enn rætt við hann um „gamla góða daga“ og fer samtal það hér á eftir. Þetta byrjaði á Rólutúninu. Þegar ég var smádrengur var ég í KFUM, og þá eiginlega í Val líka, en þegar ég ætlaði að fara á æfingar í Val, var svo margt þar fyrir á æfingum að ég komst ekki að. Voru ekki færri en 50— 60 drengir á æfingum. Það hefur líka ef til vill ráðið nokkru að það kostaði ekkert að vera í Val þá, en þeir sem gengu í KR urðu að borga 25 aura í árgjald, en það var nokkur peningur þá. Það varð þó svo að ég fór fljótlega í KR. Það má því segja að þátttaka mín í knattspyrnu byrjaði eiginlega þegar við strákarnir við Bræðra- borgarstíginn stofnuðum okkar eigið félag, sem við kölluðum: „Knattspyrnufélagið Baldur.“ Æf- ingasvæði okkar var á svokölluðu Rólutúni, sem var opið svæði milli Túngötu og Sólvallagötu. Félag þetta var auðvitað alveg eins og alvörufélag, og var gjaldið 25 aurar! Aðalútgj öldin voru við kaup á knöttum, sem þá kostuðu um 7 krónur. I félaginu voru oftast um 20 strákar og greiddu þeir ár- gjöldin með mikilli skilvísi, og man ég að eitt sumarið greiddu allir, nema einn sem var í sveit. Annað

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.