Valsblaðið - 24.12.1967, Page 36

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 36
34 VALSBLAÐIÐ stigum, og varð því að fara fram aukaleikur. Þeim leik lauk með sigri KR 8:2, og þar höfðum við brotið af okkur ,,álagahlekkina“ og minni- máttarkenndina gagnvart Fram. „Getum unnið — skulum vinna, bara mennskir menn“. Aldrei gleymi ég þegar ég var valinn til að leika við norska liðið Djerv, sem hingað kom 1926, þá aðeins 18 ára gamall. Aðeins tvö lið höfðu áður komið til Islands, og þótti okkar knattspyrna ekki á marga fiska í samanburði við þá, sem þessi lið sýndu. Var þetta stór- viðburður í knattspyrnulífinu hér, og var mikið um hana rætt og rit- að. Haldnir voru fundir í Iðnó með starfandi knattspyrnumönnum til að ræða málið og herða þá upp í viðureiginni við frændur vora Norðmenn. Voru þar margir, sem fluttu þar eldheitar hvatningar- ræður til okkar. Ég gleymi aldrei þeim orðum úr ræðu Erlendar ó. Péturssonar, þar sem hann sagði: „Við getum unnið þá, þetta eru bara mennskir menn!“ Fyrir þessu var klappað lengi, svo að undir tók í Iðnó, og þótti hraustlega mælt! Síðan var valið lið og var það þannig skipað, ef ég man rétt: Sigurjón Pétursson, KR; Pétur Sigurðsson, Fram; Sigurður Hall- dórsson, KR; Daníel Stefánsson, KR; Tryggvi Magnússon, Fram; Einar Baldvin, Víkingi; Osvald Knudsen, Fram; Helgi Eiríksson, Víkingi; Þorsteinn Einarsson, KR; Gísli Pálsson, Fram og Eiríkur Jónsson, Fram. Mér er minnisstætt þegar úrvai- ið fékk vítaspyrnu á Djerv, Tryggvi Magnússon, fyrirliðinn, fer þess á leit við Pétur að taka spyrnuna, en hann færist undan, og einnig þeir Gísli og Helgi, þá snýr hann sér að mér og spyr mig hvort ég vilji taka hana. Mér þótti leitt að segja nei, ég hafði oft tek- ið vítaspyrnur, og æft þessa spymu sérstaklega, og verið heppinn, svo ég féllst á það. í þá daga mátti markmaður hreyfa sig á marklín- unni, og þar hoppaði hann og ham- aðist, þegar ég hljóp að knettinum til að spyrna. Ég hafði heppnina með mér og skoraði. Því má bæta hér við að ég hef alltaf verið heppinn með víta- spyrnur þær sem ég hef tekið, sem eru orðnar margar, hve margar veit ég ekki, en ég man þó að ég hef skorað úr þeim öllum nema einni, sem fór í stöngina og hrökk knötturinn til Gísla vinar míns, sem skoraði! Það var Guðmundur Ólafsson, sem undirbjó lið þetta og æfði. Var æft í leikfimissal Miðbæjarskólans, sem þá var eina fimleikahúsið hér, sem tök voru á. Orð Erlendar rætt- ust, því við unnum leikinn 2:0. Syrtir í álinn. Næstu árin eru nær óslitin sig- urganga KR á knattspyrnuvellin- um, við unnum næstum öll mót í meistaraflokki (1. fl. þá) á þess- um árum, en þá er það að við veitt- um athygli ungum samhentum piltum í Val, sem eru farnir að stöðva sigurgöngu annars flokks við og við, segir Þorsteinn og bros- ir. Hvenær urðuð þið fyrst varir við það að Valur væri alvarlega að ógna veldi ykkar? Þorsteinn dregur fram nokkurs- konar dagbók þar sem skráð eru úrslit leikja og móta frá þessum tíma, og heldur svo áfram: Seint á árinu 1927 vinnur annar flokkur Vals mót, og þeir vinna mót bæði 1928 og 1929. Þetta gaf til kynna hvað var að gerast. Sagan var að endurtaka sig. Á sama hátt og ung- ir KR-ingar ógnuðu hinum sterku Frömurum á sínum tíma voru nú að koma fram ungir Valsmenn, sem ógnuðu sigurgöngu KR. Það er líka greinilegt að 1929 er meistaraflokkur Vals að eflast og að þeir eru þegar orðnir hættuleg- ir fyrir okkur, þó við vinnum þá 3:1. Hvað var þér og ykkur KR-ing- um í hug áður en úrslitaleikurinn 1930 fór fram? Mér er alltaf minnisstætt það sem Guðmundur Ólafsson sagði við okkur áður en við fórum út á völlinn í þann leik. Hann sagði: „Þið skuluð athuga það drengir mínir, að það eru engir skussar sem þið eigið að leika við í dag.“ Hvað mig snertir persónulega, var mér ljóst að í þessum leik gæti allt skeð. Eg hafði fylgzt með þessurn piltum í langan tíma, og svo voru það úrslitin í mótinu, fram að úr- slitaleiknum, sem fullvissuðu mig um það, að ekkert var öruggt, þótt ég vonaði það bezta, og að okkur tækist að sigra. Og Steini tekur fram bók sína og les úrslit leikj- anna í Islandsmótinu, sem voru: KR—KV 4:2 Valur—Víkingur 5:0 V íkingur—Fr am 1:1 Valur—KV 3:1 KR—Víkingur 4:0 KV—Fram 5:1 KV—Víkingur 3:2 Valur—Fram 8:0 KR—Fram 5:0 Valur—KR 2:1 Ef þú athugar þessi úrslit, held- ur Steini áfram, bendir allt til þess að hér verði um jafna keppni að ræða, og Val þó heldur í vil. Það fór líka svo að Valur vann, og ég skal fúslega viðurkenna að maður var svolítið súr í sinni eftir alla velgengnina undanfarin ár. Auðvitað varð maður að sætta sig við þetta, en að hinu leytinu var þetta líka til að herða okkur upp, til hefnda. Við vorum ekki sérlega upplitsdjarfir fyrstu dag- ana, en réttum fljótlega úr okkur. Svipað hefur sjálfsagt verið um eldheita KR-unnendur, en allt jafnaði þetta sig, og eftir á sam- gladdist ég þessum efnilegu Vals- mönnum, minnugur sigursins yfir Fram á sínum tíma. Ég vil taka það fram að KR-liðið fór ekki sigurvisst út á völlinn í þetta sinn. Ég lærði það snemma að fara ekki of sigurviss til leiks, við vorum eitt sinn nærri farnir illa á því. Það er líka svo að oft þegar maður ætlar að gera mikið í leik, og skora mörg mörk, að allt misheppnast, og maður verður miður sín. Hitt er svo annað mál að það var æði ríkt í mér og félög- um mínum að berjast til sigurs, og gefa ekki eftir fyrr en í fulla hnef- ana. Hverjir eru þér minnisstæðastir af Valsmönnum frá þínum tíma? Satt að segja er mér liðið í heild mjög minnisstætt, og það merki-

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.