Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 39
VALSBLAÐIÐ
37
um við svo heppnir að hafa hann
Lárus sem þjálfara.
Eftirminnilegustu atvikin frá
liðnu sumri eru úrslitaleikirnir
þrír við Víking, sem enduðu með
því að við unnum á „straffíi".
Einar
Kjartansson.
Annar leikurinn verður mér líka
minnistæður, vegna atviks sem þar
kom fyrir. Það er dæmd vítaspyrna
á Víking, og þar sem leikar voru
jafnir, þótti það víst mikill ábyrgð-
arhluti að taka hana, það fékkst
því enginn til þess. Strákarnir
leggja þá hart að mér að taka
spyrnuna, og þeir segja um leið
að. þeir skuli ekkert skamma mig
þó mér mistakist. Böndin bárust
því að mér og eins og í einhverri
vímu hleyp ég að knettinum og
ætla honum að fara í bláhornið,
en þá fór hann í stöngina, og ekk-
ert úrslita-mark. Ég bjóst við
skammagusu frá strákunum, en
þeir stóðu við loforð sitt, og þögðu,
en ég býst við að mér hafi liðið
mun verr en þeim.
Hefurðu skorað mörg mörk?
Einar virtist fara svolítið hjá sér,
og dró svarið, en þá skýtur félagi
hans, Grímur Sæmundsson, inn í:
Hann er markahæstur í flokknum,
og t. d. skoraði hann í einum leik
7 mörk.
í einum þessara leikja kom fyrir
dálítið einstætt atvik. Eg var kom-
inn innfyrir vörn Víkings, og tel
mig eiga aðeins eftir að skora, en
þá skeður það að varnarmaður
stígur svo harkalega niður af mér
skóinn að ég stend þarna allt í
einu á sokkaleistanum á öðrum
fæti. Mér varð svo um þetta að ég
stanza, en hugkvæmdist ekki að
halda áfram á sokkaleistanum og
skora, en það hefði ég átt að gera!
Ég er ánægður með allt í Val og
hef gaman af að lifa þar og hrær-
ast, og ég ætla að halda áfram í
fjórða flokki, en ég kveð fimmta
flokk í haust, segir þessi knálegi
piltur að lokum.
Sævar Guðjónsson - ÍU ára - U- fl.
Fyrirliói í A-liöinu.
Ég byrjaði að æfa þegar ég var
10 ára, en aðeins örfáum sinnum,
ég kom víst þrisvar, en þegar ég
var 11 ára byrjaði ég fyrir alvöru,
og það ár lék ég í fimmta C., byrj-
aði sem hægri framvörður. Næsta
ár lék ég svo í A-liðinu, og hef
keppt þar síðan.
Ég veit nú varla hvað mér er
minnistæðast úr þessum leikjum,
ég hef haft gaman af því að vera
með, þó er mér alltaf eftirminni-
legur úrslitaleikur í 5 fl. 1965. Það
var hörku barátta við Víkinga, og
á leikinn, og
Sævar
Guðjónsson.
leikar standa 2:1 Víking í vil. Völl-
urinn var mjög blautur og ekki
minna en 5 cm. leðjulag á honum.
og því vont að hemja knöttinn.
Mikil spenna var í öllum, bæði
okkur sem stóðum í þessu og eins
þeim, sem utan vallar voru. Þjálf-
arinn kallar og skipar að annar
framvörðurinn skuli koma aftur
og loka vörninni, en hann er of
seinn, því Víkingur skaust inn-
fyrir um litla smugu, og æðir að
markinu, og markmaður aðeins
einn til varnar. Við höldum niðri
í okkur andanum ofurspenntir að
fylgjast með því hvað skeður. Og
Víkingurinn þrumar að markinu,
en skotið var ekki hnitmiðað í
þessu svaði og kemur markmaður
höndum á knöttinn og fellur hann
í leðjuna og situr þar fastur.
Víkingurinn hyggur nú enn gott
til glóðarinnar, þar sem enginn
markmaður var nú fyrir í mark-
inu, og hyggst þruma enn á ný, en
nú tókst svo til að hann reiknar
knöttinn skakkt, og hittir hann
ekki, og þá er markmaður ekki
seinn á sér að kasta sér í svaðið
nokkuð langt liðið
og handsama knöttinn! Við önd-
uðum léttara, en þarna skall hurð
nærri hælum.
Þá man ég vel eftir leiknum við
KR í Islandsmótinu. Við ætluðum
heldur betur að vinna þann leik,
og þetta leit vel út í hálfleik var
staðan 2:1 okkur í vil, og bættum
einu við rétt í byrjun síðari hálf-
leiks. En þá hefja KR-ingar mikla
sókn, og harða baráttu. Við vorum
líka óheppnir að markmaður okk-
ar meiðist svolítið, og svo fór að
KR-ingum tókst að jafna 3:3,
þetta var í leiðindaveðri, roki og
rigningu.
Ég var óánægður með þessi úr-
slit, við hefðum átt að fá meira
út úr leiknum. Mér finnst líka að
við hefðum átt að fá meira út úr
sumrinu miðað við getu liðsins,
en við vorum óheppnir hvað það
snertir að beztu liðsmenn okkar
voru oft í ferðalögum bæði innan-
lands og utan, eða í sveit, þegar
aðalleikirnir og mótin fóru fram.
Já, ég ætla að halda áfram, við
göngum 10 upp í þriðja flokk, og
ég vona að hinir haldi áfram líka.
Þeir fá ekki að hætta, sagði Svavar
brosandi! Mér finnst líka svo gam-
an að iðka knattspyrnu, að ég vil
ekki missa af þeirri skemmtun,
við þessar ágætu aðstæður á Hlíð-
arenda.
Magnús Magnússon
13 ára, U. fl.
(Magnús er sonur Magnúsar
Bergsteinssonar, sem eldri Vals-
mönnum er minnistæður).
Ég byrjaði að æfa knattspyrnu,
þegar ég var 6 ára, og gekk þá í
Val, en ég var orðinn 10 ára, þeg-
ar ég fór að keppa, og þá í 5. fl. C.
Þá lék ég í stöðu hægra framvarð-
ar, og eftir það hef ég leikið með.
Mér finnst það skemmtilegt. Við
höfum líka haft svo góðan þjálf-
ara, hann Róbert. Ég held ég muni
ekki neitt sérstakt atvik í leikjum,
það er alltaf gaman að keppa. Þó
man ég hvað ég varð leiður, þegar
við kepptum í 5. fl. A uppi á Akra-
nesi, og töpuðum 2:3. Þetta gekk
svo ágætlega til að byrja með, og
í hálfleik stóðu leikar 2:0 okkur í
vil, og allt leit svo vel út. En þá
tók óheppnin að elta okkur. Það
er skotið á markið hjá okkur af