Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 40

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 40
38 VALSBLAÐIÐ Magnús Magnússon. mjög löngu færi, og einhvernveg- inn fór knötturinn í markið, og nokkru síðar er enn skotið af löngu færi, en markmaður heldur að knötturinn fari framhjá, en hann fór í hornið, og svo kom þriðja markið, sem var álíka mikil óheppni og lauk leiknum með sigri Akraness 3:2. skemmtilegt skeð, ég man t. d. eftir leiknum uppi á Akranesi í 5. fl., og vorum hálf taugaóstyrkir fyrir leikinn og þegar í byrjun leiksins að miðherjinn þeirra þarna uppfrá skaut hörkuskoti í stöngina, leizt okkur ekki meira en svo á þetta, en við jöfnuðum okkur og leiknum lauk með 2:0 okkur í vil. Ég man líka eftir mjög skemmtilegum og sérstæðum leik á Akranesi í 4. fl. og lékum við þá á grasinu þar. Var þetta leikur í Islandsmótinu. Við skorum fyrst, síðan komast þeir í 4:1. Við eigum næsta sprett og komumst í 3:4, og þannig var leikstaðan í hálfleik. Við höldum áfram eftir leikhlé og komumst í 6:4. Þá taka þeir sprett og skora, en leiknum lauk með 7:5 I sumar vorum við í öðru sæti í öllum mótunum, en Fram er sterk- ast eins og er. Ég er sæmilega á- nægður með frammistöðu flokksins í sumar í heild. Strákarnir mættu yfirleitt vel á æfingar í sumar, og vona ég að þeir haldi allir áfram að.æfa næsta sumar, og það ætla ég sannarlega að gera. Þegar Magnús var spurður, hvaða knattspyrnumann í meist- araflokki hann vildi helzt taka sér til fyrirmyndar, kýmdi hann góð- látlega, og sagði: Hermann Gunn- arsson. Vilhjálmur Kjartansson 15 ára, - 3. fl. Þegar ég fluttist á Nönnugöt- una, þá 10 ára, byrjaði ég að fara á æfingar hjá Val, ég held að Murdo hafi þá verið þjálfari. Ég byrjaði sem markmaður í 5. C. Næsta ár lék ég svo í 5. B, og þá hægri útherja, og þegar ég er svo 12 ára er ég framvörður, og hef verið þar síðan. Mér finnst skemmtilegast að leika framvörð, en það er erfitt, eða það finnst mér. Ég sé sannarlega ekki eftir að hafa farið að æfa knattspyrnu. Ég veit ekki hvað ég hefði átt að gera við allar frístundirnar, sem til falla, og á þessu tímabili hef ég verið heppinn. Ég hef tvisvar orðið Islandsmeistari, eða í 5. og 4. flokki. Á þessum árum hefur margt Vilhjálmur fyrirliSi í 3. fl. í handlcnattleik. Það virðist sem Vilhjálmur sé ekki við eina fjölina felldur, því hann hefur náð góðum árangri í handknattleik, og er þar fyrirliði. Um handknattleikinn sagði Vil- hjálmur m. a.: Ég byrjaði 14 ára að leika hand- knattleik í Val, og tók að keppa í handknattleik það ár, og það virð- ist ganga allsæmilega. Mér finnst líka að þessi flokkur ætti að ná langt ef hann æfir vel og heldur saman. Það mæta margir á æfing- um, og við höfum góðan þjálfara þar sem er Sigurður Dagsson, að ógleymdum Stefáni Sandholt. Legg áherzlu á að komið verði á fund- um innan flokksins. Annars er ég ánægður með and- ann í flokknum og félagslífið, og vona að sem flestir haldi áfram sem ég hef leikið með, sagði Vil- hjálmur að lokum. Því má skjóta hér inn að það virðist sem f jölskylda hans sé veru- leg Valsfjölskylda, því það leika tveir bræður í þriðja flokki, og í fimmta flokki leikur Einar bróðir þeirra (sjá viðtal hér að framan) og 9 ára snáði bíður þess að árin líði til að komast að! Og kýminn á svip sagði Vilhjálmur að hann væri farinn að æfa systur sína í að grípa knött, að vísu væri hún ekki nema tveggja ára ennþá! Stefán Gunnarsson fyrirliði, 16 ára. Ég get víst ekki sagt að ég hafi byrjað að iðka knattspyrnu, þegar ég var lítill, ég hef víst aldrei verið lítill, en ég var þó ekki nema 6 ára, þegar ég byrjaði að æfa í Val. Ég fylgdist með strákunum úr Hlíðun- um á Valsvöllinn, og mér fannst alltaf gaman að vera þar, og leika mér að knetti. Ég hef líklega verið 7—8 ára þegar ég lék fyrsta leik- inn í Valsbúningi, það var milli KR og Vals, ungir strákar, sem ekki komust að í 4. flokki. Við unnum leikinn 1:0, og er mér minnistætt, að við fengum allir sérstakt áritað skjal fyrir þátttök- una, og það afhent við hátíðlegt tækifæri. Þá var ég miðvörður, síð- an hef ég leikið í öllum stöðum í liðinu nema í marki, og sem út- Vilhjálmur Kjartansson. Val í vil, þama voru mörg falleg skot á báða bóga, sem gáfu 12 mörk! Mér finnst skemmtilegt að æfa á grasi. og gaman væri að leik- irnir færu einnig fram á grasi. Mér virðist sem þess verði ekki langt að bíða að við í Val getum æft á grasi mestan hluta sumars- ins, eftir að búið er að rækta svo mikið upp af svæði Vals, og þá um leið hlíft meira stóra grasvellin- um. Ég er ákveðinn að halda áfram að skemmta mér við knattspyrn- una, ég er líka nokkuð bjartsýnn með þriðja flokkinn næsta sumar því það ganga fáir upp í ár, og takmarkið verður alltaf að vera að ná lengra en hinir. Ég er hrifnastur af þeim Reyni Jónssyni og Hermanni Gunnars- syni, og reyni að tileinka mér það sem þeir sýna best og kunna, og ég vona að það takist smátt og smátt. Mér finnst félagsandinn innan Vals mjög góður og vona að það haldist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.