Valsblaðið - 24.12.1967, Page 44

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 44
42 VALSBLAÐIÐ „Hugur minn stefnir nú meir að unga fólkinu", áeair f-^órarinn cfujjój oróáon skylda innan Vals, að þeir.sem komast í kapplið í öðrum og fyrsta aldursflokki, verði að koma og sinna æfingum hjá yrgri fJokkun- um, einn til tvo mánuði á sumri hverju, það þyrfti ekki að vera lengri tími, en það gæti haft gífur- lega þýðingu fyrir drengina, sem komnir eru í Val til þess að fá til- sögn í leiknum og kennslu. Þá gætu þeir fyrst vænzt þess að fá þá til- sögn, sem þeir vafalaust eru að sækjast eftir. Það er ekki síður þýðingarmikið fyrir félagið að ein- mitt í þessum aldursflokki sé hægt að vekja einlægan áhuga þeirra með góðri umönnun. Mér finnst þetta engin frágangs- sök fyrir leikmennina að taka þessa þegnskyldu á sig stuttan tíma á ári. Ég vil líka benda þeim á að þetta er skóli, sem allir leikmenn hefðu gott af að kynnast. Þá fara menn að hugsa nánar um knatt- spyrnuna, hvernig þetta á að und- irbúast og gerast, fyrir utan það hve gaman er að umgangast þessa ungu menn, sjá árangur af starfi sínu, sjá framför einstaklinganna, sem svo gefur fyrirheit um betri knattspyrnu í félaginu, knatt- spyrnulegt öryggi ef mætti orða það svo. Ert þú ánægður með aðstöðuna á Hlíðarenda? Já, mjög svo í nær öllum atrið- um, þó vildi ég benda á að æski- legt væri að til væru ýms smátæki í sambandi við vellina. Þetta verð- um við sérstaklega varir við þegar það þarf að setja nokkra útaf þeg- ar komið er í fullt lið, og þó það sé ekki nema stutt stund í einu, vek- ur það leiða, en smá áhöld gætu ef til vill bægt leiðanum frá og veitt aukna skemmtun. Annars er ég ánægður með þetta og árangurinn í sumar, og ég vil undirstrika að ég álít aö það megi aldrei líta af drengjunum á þessum aldri, það er félaginu fyrir beztu. Það þarf að Jeiðbeina þeim, hvetja þá, láta þá stöðugt finna að það sé staðið með þeim. Sé það gert þarf Valur ekki að kvíða með sína góðu aðstöðu og sinn ágæta efnivið, sagði okkar ágæti Lárus að lokum. F.H. Við áttum stutt rabb við okkar ágæta Þórarin Eyþórsson, sem verið hefur meira og minna andi og sál handknattleiksins í Val und- anfarið. Á s.l. hausti varð sú breyting að liann liætti sem for- maður deildarinnar, og að nokkru þjálfun á meistaraflokki karla, og var satt að segja nóg eftir handa Þórarni í þjálfun annarra flokka og þá sérstaklega kvennaflokk- anna, en þeir hafa undir hans handleiðslu átt lengri sigurferil en nokkur annar flokkur um áratuga- bil. Þórarinn er einn þeirra manna sem tekur starf sitt alvarlega, er mjög félagslyndur, og því fær það á hann ef menn gera ekki slíkt liið sama, á æfingu, í leik eða hvar annarstaðar sem er, og varðar Val. Þórarinn kom víða við í þessu spjalli sínu, og fer hluti af því hér á eftir. Yfirleitt hefur starfsemin í handknattleilmum farið eftir svip- uðum farvegi og undanfarið. Þó finnst mér fólkið ekki koma eins til móts við forráðamenn deildar- innar og það gerði við mig, því miður. Gæti ég trúað að aðalástæðan fyrir þessu væri sú að þeir menn sem eru uppistaðan í meistara- flokki núna hafa ekki tíma til að sinna sjálfu félagslífinu. Rabb og skemmtisamkomur eru orðnar fá- tíðar, það virðist ekki vera tími til að sinna því. Það virðist sem fólkið hafi í vaxandi mæli minni tíma til að sinna þessum atriðum en áður. Kemur þar ýmislegt til sjálfsagt, og nefna má að ýmsir standa í byggingum og fleiru. Hinsvegar held ég að stjórnin sé ekki nógu áhugasöm um þennan þátt starfsins. Ert þú ánægður með liandknatt- leikinn í Val núna? Ég er mjög ánægður með yngra fólkið, þar lield ég að við séum á réttri leið, og þar held ég að oldiur hafi tekizt vel, og verið lieppnir með það. Sömuleiðis hefur gengið vel í kvennaflolíkunum, og ltemur þar til góður, félagslegur þroski og samlieldni. Varðandi meistaraflokkinn er greinilegt að liann liefur fengið meiri festu þannig að hinir mis- munandi slæmir og góðu kaflar eru að kalla Jiorfnir, en ég vil meina að Jiðið gæti náð langtum lengra, með einbeittari áhuga á æfingum og meiri stundvísi þannig að tím- inn notaðist betur en nú gerist. Við þetta bætist að ég er ekki ánægður með Jrversu illa sumir menn taka á á æfingum. Það virð- ist svo oft sem þeir gefi eftir í stað þess að taka á og pína sig áfram, það gefur árangurinn. Hvernig fellur þér við Ragnar Jónsson sem þjálfara? Mjög vel, og öll samvinna við hann er með miklum ágætum. Ragnar Jónsson, baráttumaðurinn, þeg- ar mikið lá við, listamaðurinn í leikn- um, sem margir óttuðust.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.