Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 52

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 52
50 VALSBLAÐIÐ HELGI DAMÍELSSOM: FÆREYJAFERÐ 1952 „Frá mörgu er að segja, en þagnarheitið verður ekki rofið hér“, segir Helgi Dan, í frásögn af ferð 1. og 2. flokks til Færeyja fyrir 15 árum. Helgi sendi ritstjóra „Vals“ frásögn þessa, sem hann kvaðst hafa samið og lesið upp á drengjafundi fyrir löngu, og fundið aftur nú nýlega. Félagslegt spjall Helga, svo og ferðasagan öll, er hið skemmtilegasta aflestrar, og fer vel á þvi að þessi skemmtilega ferð geymist hér með orðum Helga, auk þess sem hún er einn þátturinn í sögu Vals. Hertur og gamalreyndur í hörðum leiltj- um félaga og landsliðum. Eg hugsa að það sé heldur sjald- gæft, að maður mundi kjósa að lifa lífinu nákvæmlega eins, ef þess væri á annað borð nokkur kostur að lifa því aftur. Ég geri ráð fyrir, að eitt og annað yrði fellt niður og öðru bætt í staðinn. Þó er eitt, sem ég held, að fáir vildu án vera, ef þeir hefðu reynt það, og á ég þar við knattspyrnuna. Sá tími, sem fer til knattspyrnuiðkana, er oft mikill og er það álit sumra, að betur væri nú þeim tíma varið til einhvers annars. Við, sem í hlut eigum, teljum þessum tíma ekki á glæ kastað. Við erum að vísu ungir ennþá, en þó er það svo, að góðan hluta þroska okkar eigum við knattspyrnunni að þakka. Segja má að með Benedikt hafi komið hingað ferskur blær, sem víða kom við og víða gaf árangur, bæði í flokksleikjum, og þó sérstak- lega í frjálsum íþróttum, fimleik- um, og víðar. Það var alltaf eins og Benedikt hefði alltaf tíma til alls, og vildi öllum liðsinna, og ekki voru það hugrenningar um að auðgast á þeirri vinnu, sem á bak við stóð, hann kunni ekki að taka fyrir þau verk sín, þar var það áhuginn, og velviljinn sem öllu réði. Benedikt var alltaf að endurnýja sjálfan sig með námi og aukinni þekkingu, og árangurinn af starfi hans var samkvæmt því. Margar eru þær ánægj ustundir, sem við höfum átt saman og vonandi eiga þær eftir að verða fjölmargar. Það er vissa mín, að sá maður, sem er þroskaður kappliðsmaður, er einnig mörgum kostum búinn til þess að taka þátt í þeim margvís- legu störfum, sem þjóðfélagið krefst. Eitt kapplið er eins og lítið þjóðfélag, þar sem allt byggist á samheldni. Allt það, sem fellur úr skorðum og starfar ekki með heild- inni, bæði á leikvelli og í félagslíf- inu, verður sem dragbítur, en því betur sem haldið og starfað er saman, því betri verður árangur- inn. Það er því ekki lítil gæfa að geta þroskað sig andlega og líkam- lega með tómstundastörfum sínum. Og trúað gæti ég, að ýmsir and- stæðingar knattspyrnunnar yrðu æ vafasamari, ef þeir kryfðu málið lengra og kæmust nær kjarnanum. Hann var lengst kennari hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, og íþróttakennari við Háskóla Islands í meira en 30 ár. Benedikt var Þingeyingur að ætt, fæddur 19. apríl 1905, þar í sýslu. Hann var glaður í vinahópi, og hafði traust þeirra, sem hon- um kynntust. Við Valsmenn þökkum Benedikt gömul og góð kynni, og undirritað- ur alveg sérstaklega mikla vin- semd og vináttu um langan tíma. Við færum konu hans, Gyðu Er- lendsdóttur og börnum dýpstu samúð, um leið og við óskum þeim gleðilegra jóla og nýárs. F.H. Við Il.-flokks drengir í Val höf- um orðið mikillar gæfu aðnjótandi. Áhugi og samstarfsvilji hafa ein- kennt flokk okkar, svo að til fyrir- myndar er, enda ber árangurinn þess glögg vitni. Þó er eitt, sem mörgum öðrum en okkur er hulið og á ekki hvað síztan þátt í hinu velheppnaða starfi. Á ég hér við hið fórnfúsa starf eldri meðlima Vals. Það má oft sjá marga eldri spilara félaganna á íþróttavellin- um sem áhorfendur. Flestir þeirra eru hættir og koma hvergi nærri starfinu lengur. I Val hefur þann- ig tiltekizt, að fjölmargir af eldri spilurum hafa haldið áfram að starfa fyrir félagið af fullum krafti, þegar ekki var lengur þörf fyrir þá á leikvellinum. Þessir fé- lagar hafa fært okkur reynslu sína og lagt okkur allt það lið, sem þeir máttu. Það yrði of langt mál að telja öll störf þeirra upp hér, en árangur starfs þeirra getur hver og einn séð, sem fylgzt hefur með störfum Vals á undanförnum árum. Við II.- flokks menn þökk- um þeim sem og aðrir flokkar Vals gera, og ég veit, að ég má færa fram þá von fyrir hönd okk- ar allra, að við mættum í framtíð- inni verða þess megnugir að láta félagi okkar í té svipaða aðstoð öllum komandi leikmönnum til góðs. Flokkurinn okkar hefur ver- ið mjög sigursæll í sumar og vona ég, að það séu einhverjar sárabæt- ur fyrir allan þann tíma, sem við höfum annars getað varið í eitt- hvað annað nytsamara frá sjónar- miði aðstandenda okkar. Það er óþarfi að fara frekari orðum um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.