Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 54
52
VALSBLAÐIÐ
borg’ miðri. Varla verður sagt, að
Þórshöfn sé fallegur bær, en hann
er ekki óviðkunnanlegur, og ekki
er ysinn og hávaðinn. Þórshöfn er
hljóðlátur bær og þar virðast fáir
þurfa að flýta sér. íbúar bæjarins
virðast hafa nægilegt að bíta og
brenna, en lítið þar fram yfir. Lit
um við svo til, að þeir mundu vera
nægjusamir, jafnvel úr hófu fram.
Verzlanir hafa gnægð vara á boð
stólum, en þær eru dýrar, t. d. mun
lítill verðmunur þar og hér á fatn-
aði, skóm og lúksusvörum.
Fyrsti dagurinn í Þórshöfn var
viðburðaríkur að mörgu leyti.
Margir dvöldu nú í fyrsta sinn í
framandi landi á eigin spýtur og
yfirstigu þá erfiðleika, sem því eru
samfara. Margir áttu þess kost
að skoða bæinn í bílum húsbænd-
anna. Dagurinn leið fljótt, enda
stuttur, því fararstjórinn bað
menn ganga snemma til náða og
því framfylgt eins og reyndar öllu,
sem fyrir var lagt. Öllum var það
ljóst að á þeim hvíldi mikil ábyrgð.
Við skyldum koma fram með
sæmd fyrir félag vort og þjóð.
Næsta dag var fyrsti leikurinn
spilaður. Upp úr hádegi var mætt
í Hafnía, en það er nýtízku hótel
í Þórshöfn. Við höfðum það fyrir
venju að mæta þar á hverjum degi
á ákveðnum tíma. Færeyingar
höfðu séð okkur fyrir stóru her-
bergi þar, sem við skyldum nota
til fundarhalda. Þar gátum við
spilað og teflt. Þetta herbergi varð
mjög vinsælt og kom í mjög góðar
þarfir og gerði það að verkum, að
við urðum enn meira saman. Við
ræddum taktikina og nefndin gaf
upp liðið, sem keppa átti. Einni
klukkustund áður en leikurinn
skyldi hefjast var lagt af stað upp
á knattspyrnuvöllinn, sem er í út-
jaðri bæjarins. Ekki getum við
sagt, að hann hafi verið árenni-
legur. uppgróinn sumstaðar, en
klappirnar stóðu uppúr annars
staðar, og kringum hann var
Jskurður og rann allstór lækur
rétt með annarri hlið vallarins.
Þarf ekki að geta þess að boltinn
var þar oft á ferð. Áður en leikur-
inn hófst, gengu bæði liðin fylktu
liði inn á völlinn og stilltu sér upp
á miðjunni. Síðan spilaði lúðrasveit
þjóðsöng beggja og markvörður
B. 36 færði okkur blóm. Síðan hófst
leikurinn. Fer hér á eftir lýsing á
leiknum og læt ég 14. September,
en það er blað í Færeyjum, lýsa
honum:
„1 góðveðri leikaðu teir í Gunda
dali mánakvöldið. Nógv fólk hevði
leitað niðan at síggja henda dyst.
Eisini hornblástrarliðið GHM var
komið niðan til að royna að gera
fólki hesa lötu so hugnaliga sum
gjörligt var. Dysturinn var
hampuliga leikaður, ongantíð ser-
liga spenningi. I bóltviðferð eru Is-
lendingarnir nógv betri enn För-
oyingar. Teir tykjast nógv mjúk-
ari í liðunum og eru minni bonskir
enn vit Föreyingar, og har aftrat
eru teif kvikir. Menn hóast alt
hetta royndist B36 óföra væl. Tað
sást at teir roundu at halda leikin
vakran og reinan og eisini vóru
teir langa lötu javnir við íslend-
ingar í málum. Eins og Víkingar
fjördu mundu Vala menn leggja
til merkis at Kris er málverji á
högum stigi. Tey tvey fyrstu mál-
ini fingu Islendingar, men eisini
B36 fekk eitt mál í fyrra hálvleiki,
so úrslitið av hesum hálvleika varð
2—1 til Valur. Eingin var bilsin av
at Valur leikaði betur enn B36, tí
hetta liðið er Reykjavíkurmeistari
í ár, heldur vóru vit ernir av at
B36 var ment at fáa bóltin á mál
hjá Islendingum tvær ferðir. Is-
lendingarnir vóru allir javngóðir
leikarar, einginn framum kunna
vit siga, og hetta sigur so mikið
at B36 hevur hevt ein av sínum
frægasta dögum. Beinan vegin í
seinna hálvleiki gjördi B36 tað
bragd, at fáa eitt mál aftrat, so
leikur kom at standa á jövnum,
men í hesum hálvleiki fingu so Is-
lendingar yfirmunin. Hesi bæði
málini í seinni hálvleiki vóru av-
bera vökur. Fyrru ferð var tað
Jimmy hjá B36 sum setti bóltin á
mál, og seinnu ferð Islendingurin
Gunnar Gunnarsson. Valur vann
so statt henda fyrsta dystin við 3
málum móti 2.“
Þess má geta að Sigurhans og
Bragi skoruðu sitt markið hvor,
en Gunnars er áður getið. Við vor-
um í alla staði ánægðir með leik-
inn og engu frekar að bæta við frá-
sögu blaðsins. Um kvöldið var
kaffisamsæti á Hafnía. Það var
hin- bezta skemmtun og kynntumst
við þar mörgum kappliðsmönnum
og velunnurum knattspyrnunnar í
Færeyjum. Næsti dagur var frí-
dagur, þ. e. a. s., menn voru frjáls-
ir ferða sinna, nema hvað þeir
urðu að vera komnir í rúmið fyrir
klukkan 12 á miðnætti. Held ég að
allir hafi staðið við gefið loforð.
Mjög mikil leynd hvíldi alltaf yfir
því, hverjir skyldu spila næsta
leik. Þetta var auðsjáanlega gert
til þess að enginn gæti slegið slöku
við og hugsað sem svo, að í lagi
væri að bregða sér svolítið á kreik.
Því verður ekki neitað að afkom-
endum Grettis og Egils var veitt
athygli, er þeir spókuðu sig á göt-
um höfuðborgarinnar. Eg veit
ekki nákvæmlega, hve árangurs-
rík augnaskotin urðu, en það er
náttúrlega saga út af fyrir sig, en
margir voru þeir, sem skoðuðu
skemmtigarðinn og dáðust af feg-
urð trjánna og svananna, sem
syntu á vatninu, þó stundum \7æri
farið að rökkva, er reisan var
gerð.
Miðvikudagurinn 27. ágúst er
mjög eftirminnilegur. Þá fórum
við í ferðalag til Klakksvíkur, en
það er bær, sem er svipaður á
stærð og Isafjörður. Ferðin tók
okkur 3 klst. og þrisvar skift um
farartæki. Fyrst var farið á bát,
sem TRÖNDUR hét. Síðan var
ekið í bíl og svo aftur í bát, sem
hét PRIDE. Á endastöð bílferðar-
innar komum við til Götu. I Flat-
eyjarbók er frásögn um Þránd í
Götu, er bjó í Austurey og réði um
mest allar eyjarnar. Talið er að
Þrándur hafi ekki verið auðsveip-
ur konungi um of, og staðið á móti
honum. Frá þessu höfum við svo
það sem orðatiltæki, að einhver sé
Þrándur í Götu einhvers. Á leið-
inni til Götu fengum við allgott
tækifæri til þess að sjá Færeyska
sveit. Hún er talsvert frábrugðin
þeirri íslenzku. Undirlendi er
mjög lítið og túnin oft mjög brött,
svo lítið verður um vélanotkun.
Býlin eru lítil og auðsjáanlega
ekki gert ráð fyrir því að selja af-
urðir sínar. Þó voru húsin flest ný
og reisuleg og má ætla að einn eða
fleiri stundi sjó frá hverju heim-
ili. Vitað er að þeir högnuðust á