Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 57

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 57
VALSBLAÐIÐ 55 Lagt upp í Þýzkalandsferðina: Fremstu tveir eru Sigurhans Hjartarson og Hermann Hermannsson. Þá Baldur Jónsson og Gísli Sigurbjörnsson fararstjóri, Einar Halldórsson og Gunnar Gunn- arsson, Sigurður Sigurðsson, Björgvin Hermannsson og Sigurður Ólafsson, Hilm- ar Magnússon og Björgvin Daníelsson, Þorkell Gíslason, Árni Njálsson, Halldór Halldórsson, Magnús Bergsteinsson (stendur á tá) og Albert Guðmundsson. móti okkur fyrir hönd Knatt- spyrnusambands Neðra-Saxlands. Steinwax átti eftir að vera mikið með okkur og var hinn bezti félagi. Um kvöldið var okkur boðið að sjá eins konar Tívolí, en það var afar- stórt skemmtisvæði og lá í grennd við hið heimsfræga St. Pauli. Bú- ast má við að margir hafi brugðið sér þangað, en allir voru frjálsir ferða sinna þetta kvöld. Næsta morgun, mánudaginn 27. ágúst, fórum við og skoðuðum hinn heims- fræga dýragarð, sem kenndur er við stofnanda hans, Ilagenbeck. Þarna var dvalizt fram undir há- degi, enda fjölmargt að sjá. Á leið- inni niður á hótel skoðuðum við einn stærsta íþróttaleikvang alls Þýzkalands, en hann er í Hamborg. Þótti okkur mikið til hans koma. Upp úr hádeginu var okkur svo boðið í „Rundfahrt" um höfnina í Hamborg. Þar var að sjá eyðilegg- ingu stríðsins og einnig margt glæsilegt handbragð þýzkra skipa- smiða. Þegar þessu var lokið var gefið frí og notuðu það flestir til innkaupa eða „Einkaufen", sem var orðið öllu tamara. Um kvöldið hélt svo hin óviðjafnanlega gest- risni áfram. Þá var flokknum boð- ið í Hansa Theatre, en það er leik- hús með dálítið sérstöku sniði. Hægt er að fá veitingar þar sem setið er meðan á sýningunni stend- ur. Kvöld þetta var hið ánægju- legasta. Að lokinni sýningu fylgd- ust allir að heim og fór enginn út eftir það um kvöldið. Árdegis þriðjudaginn 28. ágúst var lagt af stað frá Hamborg og var ferðinni heitið til Barzighausen. Leiðin þangað er eitthvað á 3ja hundrað km og afar falleg. Skiptast þar á akrar og skógar og smáborgir, sem mjög eru orðnar gamlar og þýzkar í útliti, en þær hafa sloppið að mestu við eyðileggingu stríðsins. Stoppað var á þremur stöðum á leiðinni, Lúneburg og Celle, sem eru litlar borgir og mjög snotrar í útliti og Steinhorst, en það er þorp, þar sem skóli knattspyrnu- sambands Hamborgar er. Þar var dvalizt góða stund og borðað. Gísli fararstjóri lagði blóm á leiði Lin- demanns, en hann var forseti knattspyrnusambands Þýzkalands um árabil og mikill Islandsvinur. I þessu þorpi fengum við einnig tækifæri til að sjá sveitamarkað, en við hittum einmitt á þann eina dag ársins, sem hann var haldinn í Steinhorst. Undir kvöldið var komið til Barzighausen, en það er íþróttamenntasetur Knattspyrnu- sambands Neðra-Saxlands, mjög glæsilegar byggingar og svæðið umhverfis þannig að varla getur það verið meira aðlaðandi. Hér bjuggum við nær allan tímann, sem við áttum eftir að dveljast í Þýzkalandi. Herra Karl Laue, for- seti Knattspyrnusambands Neðra- Saxlands, tók hér á móti okkur, en hann var aðalfararstjóri þýzka liðsins, sem kom hingað til íslands 1954. Þá var þarna Úlfar og frú líka komin. Það væri ærin ástæða að lýsa nánar húsakynnum og um- hverfi Barzighausen, en þetta verð- ur að nægja: Aðalbyggingin er 4 hæðir og 185 m. á lengd. Þetta er ekki eitt hús heldur mörg og ligg- ur hvert við annað og er innan- gengt á milli þeirra allra. Karl Laue fór með okkur í Rundfahrt um húsið og tók sú ferð góða stund, en ekki veitti af mörgum klukku- stundum til að gera því einhver skil. Margir stórir salir og setu- stofur, búnar beztu þægindum, eru þarna, ásamt eldhúsi einu miklu, því stundum búa þarna 200—300 manns. Þá er þarna stór kvik- myndasalur og leikfimissalur mjög stór. Á svæðinu fyrir framan er knattspyrnuvöllur og stór sund- laug, en hæðirnar í kring eru skógi vaxnar. Næsta morgun var risið í seinna lagi úr rekkju, enda dálítil þreyta í mönnum frá deginum áð- ur. Hádegisverður var fram borinn í fyrra lagi, því all löng ferð var fyrir höndum, en keppa skyldi í Wolfenbúttel við úrval áhuga- manna frá Neðra-Saxlandi. Eftir rúml. 2ja tíma akstur var komið á áfangastað og var strax skipt um föt og hófst leikurinn þvi næst. Við töpuðum þessum leik með 10:0. Engan er sérstaklega hægt að áfella fyrir þetta tap, en leikur- inn var furðu skemmtilegur. Það heppnaðist ekkert hjá okkur, en þeir náðu sér vel upp. Veður var gott til keppni og sá margt manna leikinn. Þessir léku fyrir Val: Björgvin Hermannsson Árni Magnús Halldór Páll Sigurhans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.