Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 59

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 59
VALSBLAÐIÐ 57 Lagt upp í skemmtisiglingu um Hamborg. Á stjórnborða eru: talið frá v.:.Ægir Ferdinandsson, Sigurhans Hjartarson, Björgvin Hermannsson, Hörður Felixson, Halldór Halldórsson, Páll Aronsson, Stefán Hallgrímsson, Björgvin Daníelsson, Hermann Hermannsson og þýzkud leiðsögumaður. Á bakborða frá v.: Gunnar Gunnarsson, Björgvin Torfason, Þor- kell Gíslason, Valur Benediktsson, Sigurður Sigurðsson, Árni Njálsson, Magnús Bergsteinsson, Sigurður Ólafsson, aðalleiðsögumaður flokksins, Gísli Sigurbjörns- son aðalfararstjóri, Magnús Snæbjörnsson, og Baldur Jónsson vallarstjóri. þarna undanfarna daga. Síðan var lagt af stað til Liichow, en það er smábær rétt við landamæri Vestur og Austur-Þýzkalands. Leiðin til Liichow liggur um fögur héruð og Liineborgarheiði, sem fræg er. Komið var þangað laust fyrir há- degi og höfðum þá ekið á fjórða klukkutíma. Allir helztu menn bæjarins tóku á móti okkur og fór þar fram bæði móttaka og kveðju- ræður fluttar, því ekki átti að eyða tíma í slíkt um kvöldið og kom það sér vel. Meðal þeirra, sem tóku á móti okkur þarna, var Bartram, en hann hafði komið til fslands 1938 með þýzka knattspyrnuliðinu og urðu þarna fagnaðarfundir með honum og Hermanni. Eftir hádegismat var okkur ekið að landamærunum og okkur sýnt yfir til Austur-Þýzkalands. Leikurinn fór fram síðdegis í ágætu veðri. Áður en hann hófst voru þjóðsöngvarnir leiknir og þá höfðu þeir dregið íslenzka fánann að hún. Ekki var þessi fáni í rétt- um hlutföllum og gáfum við Bart- ram íslenzkan fána, sem við höfð- um haft með að heiman. Leikurinn var allgóður, þó var farið að bera á þreytu hjá okkar mönnum. Þrátt fyrir það unnum við leikinn með 5:3 og skoruðu þeir í framlínunni sitt markið hver. Liðið, sem lék, var þetta: Björgvin H. Árni Magnús Halldór Páll Sigurhans (Stefán) Gunnar Hilmar Björgvin Ægir Sigurður Sigurhans meiddist í leiknum, þó ekki alvarlega. Eftir kvöld- verðinn afhenti Gísli þeim í Lii- chow mynd af Gullfossi, en við fengum félagsfána þeirra og merki. Þess ber að geta, að Gísli afhenti leikmönnum alltaf eftir leik merki félags okkar og fyrir- mönnum sambandanna silfurmerk- ið. Um kvöldið var okkur haldin mikil skemmtun og var mjög til hennar vandað. T. d. höfðu þeir fengið danshljómsveit Norður- þýzka útvarpsins ásamt fjórum einsöngvurum til að syngja og leika fyrir dansinum, sem stóð þar til síðla nætur. Kl. 6 næsta morgun voru allir samt komnir á fætur og út í bíl, því við áttum eftir langa ferð fyrir höndum. Við kvöddum nú Gísla, hinn ágæta fararstjóra okkar, og Wickmann, sem hafði reynzt okkur sérstakur ferðafé- lagi. Síðan var lagt af stað áleiðis til Dusseldorf, en þangað var 8 tíma keyrsla. Ferðin þangað gekk mjög að óskum, einu sinni var áð til að matast. Þegar við komum til Dusseldorf, klukkan að ganga þrj ú, fréttum við, að flugvélin biði eftir okkur, svo ekki var til set- unnar boðið. Við kvöddum nú Ulf- ar og frú, en þau ætluðu að halda áfram suður að Miðjarðarhafi, og einnig bílstjórann Wassmann, einn heljar jaka og keyrslufant, sem hafði ekið okkur allan tímann. Eiga allir góðar endurminningar frá þessum karli. Nóg um það. Um þrjú leytið var flugvélin komin á loft og flaug eftir skamma stund yfir Rín og þar með var dvölinni í Þýzkalandi lokið. Eftir tveggja stunda flug frá Dússeldorf var lent á flugvellinum við London. Greiðlega gekk að komast í gegnum tollinn og vega- bréfaskoðunina. Við áttum von á því að bíll biði okkar fyrir utan flugstöðina, en ekki gátum við komið auga á hann. Tilgáta okkar var líka rétt, en bíl- stjórinn hafði bara brugðið sér frá til að fá sér tesopa. Þetta fór síðan allt samkvæmt áætl- un og var komið á Lancaster- court hótel um kl. 7,30 e. h., en þar sváfum við þessar tvær nætur með- an við dvöldum í London. Þorkell Ingvarsson var mættur og urðu miklir fagnaðarfundir. Þorkell var okkar aðalfararstjóri það sem eft- ir var ferðarinnar. Kvöldið notuðu allir til að sjá sig um í borginni. Næsta dag höfðu menn frí og gerðu þeir innkaup, sem áttu eitthvað eftir af peningum. Halldór Hall- dórsson yfirgaf okkur og flaug heim. Um kvöldið var okkur boðið að sjá leik milli Arsenal og Preston North End. Leikurinn fór fram á Highbury og var margt um áhorf- endur, ca. 60 þús. Mjög þótti okk- ur gaman að sjá þessar kempur eigast við, en í liði hvors voru margir mjög þekktir knattspyrnu- menn eins og t. d. Tom Finney úr Preston og Holton frá Arsenal. Preston vann 2:1. Um kvöldið var frí. Næsta dag kl. 2 e. h. var lagt af stað áleiðis til Bishop Auch-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.