Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 60

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 60
58 VALSBLAÐIÐ U rituni ár. ^jJ-ri&rihó ^J-ri&rib 'ááonur land. Áður en stigið var upp í „bussinn" kvöddum við Mr. White- horn, starfsmann F. A. og þökk- uðum honum alla fyrirgreiðsluna, sem var með ágætum. Leiðin til Bishop Auchland er mjög löng og komum við ekki þangað fyrr en kl. 11 um kvöldið. Þar var mjög myndarlega tekið á móti okkur. Eftir ágætan kvöldverð var okkur skipt niður á herbergin. Heldur var orðið áliðið morguns, þegar risið var úr rekkju næsta dag. Ferðin daginn áður var all erfið og var þreytan farin að sitja í mönnum. Leikurinn við Bishop Auchland fór fram síðdegis og sigruðu heimamenn með 8:1. Leik- urinn var dálítið vonbrigði fyrir okkur, en ekki þýðir að fárast um slíkt. Lið Bishop Auchland er mjög sterkt og vel þekkt um allt Eng- land. Þeir eru „Amatör“ sigurveg- arar og hafa átt marga menn í ensku „Amatör“-landsliðinu og nú eru 5 þeirra í því. Dálítið fannst okkur það einkennilegt, að dómar- inn, sem er „international“ dóm- ari, skyldi ekki reynast betri. Margt var um áhorfendur, ca. 7 þús. og ríkti eins konar Akranes- andi meðal íbúanna. Þeir sem léku voru: Björgvin H. Árni Magnús Einar Stefán Páll Gunnar Hilmar Björgvin Ægir Sigurður Björgvin Dan. skoraði mark okkar. Um kvöldið var okkur boð- ið á dansleik. Daginn eftir, 7. sept., notuðu menn til þess að skoða sig um í bænum. Bishop Auchland er snotur bær og ekki var annað að sjá en að piltunum þætti stúlkurnar í snotrara lagi. 8. sept. var farið til Newcastle og sáum við þar leik milli Newcastle United og Manchester United. Leikurinn var mjög skemmtilegur, enda áttust þarna við mjög fræg lið, Leiknum lyktaði með jafntefli 1:1. Um kvöldið, sem var laugar- dagskvöld, fóru flestir á ball. Bald- ur Jónsson, vallarvörður, fór með lest til Glasgow, en hann ætlaði yfir til Danmerkur og ætlaði síðan Sr. Friðrik Friðriksson. EG get ekki gengið framhjá einu stóru atriði í sögu þessa vetrar, sem var svo grundvallandi fyrir framtíð mína. Það atriði var Góð- templarastúkan Verðandi. — Regl- an var þá ung hér á landi og átti við margan misskilning að stríða að skoða velli og kynna ,sér rekstur þeirra á Norðurlöndum. Um dvöl okkar í Bishop Auch- land mætti skrifa langt mál, en allir samningar við Bretann stóð- ust mjög vel og kostaði dvöl okkar þar ekki neitt. Þeir Hardisty og Marshall, leikmenn frá B. A„ sem komu hingað heim með brezka landsliðinu og áttu mestan þátt í því að gera ferðina til Bishop Auchland að raunveruleika, eiga hinar mestu þakkir skilið. Meðan við dvöldum þarna, gerðu þeir allt, sem þeir gátu til að gera okkur dvölina þar sem skemmtilegasta. Sunnudaginn 9. sept. lögðum við af stað til Edinborgar og komum þangað um kvöldið. Þegar búið var að koma sér fyrir á hótelinu, var farið út og borgin skoðuð. Daginn eftir var Gullfoss kominn og fór- og mikinn andróður. Eg hafði heyrt um þessa hreyfingu norður og hálflangaði til að kynnast henni. En ég fann fljótt, er ég var kominn í skóla (Latínuskólann), að reglan átti lítinn byr í skólan- um. Einstaka piltar voru þó komn- ir í hana. — Flestir löstuðu hana. Ég tók ávallt svari hennar, fyrst aðeins til að vera á öðru máli en hinir og fá efni í stælur. Eitt sinn spurði Vilhelm Knudsen mig að því í alvöru, hvort mig langaði til að ganga í félagið og var ég held- ur á því, en bjóst ekki við að geta það peninganna vegna. Nokkrum dögum seinna sagði Knudsen mér að Indriði Einarsson, revisor, vildi gjarnan finna mig, og fylgdi mér á hans fund. Indriði hefir ávallt verið Skagfirðingur með lífi og sál og fannst mér mikið til að fá að koma til skálds og Skagfirðings. Ég var mjög hrifinn af Indriða og fannst hann vera maður mjög glæsilegur, eins og hann líka var. Hann bauð mér að bera mig upp í Verðanda og borga fyrir mig inn- tökugjald. Ég þáði það, og næsta þriðjudag átti ég að koma á fund. um við með dót okkar um borð. Þeir Hörður, Gunnar og Sigurður Ólafsson urðu eftir í Edinborg og flugu næsta dag heim frá Glas- gow. Gullfoss lagði af stað heim um 7 leytið. Mjög var glatt á hjalla fyrsta kvöldið, en næsta dag, þeg- ar komið var í Pentil, dofnaði yfir flestum og héldu þeir sig að mestu í kojunni. Þegar nálgaðist ísland lægði veðrið og hresstust menn þá brátt og gátu tekið þátt í skemmti- legheitum síðasta kvöldið. Til Reykjavíkur var komið að morgni þess 13. sept. Hér var ferðin á enda, þó með sanni megi segja, að vel heppnaðar ferðir, sem þessar, taka eiginlega aldrei enda. Menn lifa þær upp aftur og aftur og er það vissa að svo mun verða með ferð meistaraflokks Vals til Þýzka- lands og Englands sumarið 1956.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.