Valsblaðið - 24.12.1967, Side 62

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 62
60 VALSBLAÐIÐ HVER ER VALSMAÐURINN ? Ég get ímyndað mér að ýmsir meðal yngri félaga Vals reki upp stór augu, er ofangreind spurning er borin fram með þeirri mynd er henni fylgir. — Hinsvegar mun hvorki spurningin eða svarið koma hinum eldri félögum vorum á ó- vart. Vissulega er Hafsteinn Guð- mundsson ekki ókunnur meðal yngri Valsmanna að heldur, en þó fyrst og fremst sem forystumaður harðsnúinna mótherja og þá ekki sízt Valsmanna. Já, vissulega hafa Valsmenn átt í harðri og tvísýnni baráttu um æðstu metorð ísl. knattspyrnu við liðsmenn Haf- steins. Má í því sambandi minna á úrslitaleikina tvo í næst síðasta Islandsmóti. Það er því í sjálfu sér engin furða þó ýmsa unga Vals- menn, sem ekki eru því betur að sér í sögu Vals á liðnum árum, reki í rogastanz, er mynd af harð- soðnum höfuðsmanni stæltra and- stæðinga birtist í Valsblaðinu, und- ir fyrirsögninni: Hver er Vals- maðurinn? Og hann er leiddur til sætis innst í kór hinna beztu sona Vals, þeirra, sem m.a. hafa gert garðinn hvað frægastan. En þegar flett er í blöðum sögu liðinna ára og rýnt er í gang mála í félags- starfi Vals, utan vallar sem innan, kemur í ljós, að um árabil var Haf- steinn Guðmundsson þar í fremst- um fylkingararmi, ætíð reiðubú- inn, stórhuga og stæltur, unnandi sér engrar hvíldar, hvorki í sókn né vörn. Hafsteinn Guðmundsson er fædd- ur í Reykjavík 1. okt. 1923, for- eldrar hans voru Guðmundur Sig- mundsson og kona hans Vigdís Öl- afsdóttir. Aðeins 8 ára gamall gerðist hann félagi Vals og er það enn auðvit- að; því einu sinni Valsmaður, allt- af Valsmaður. Allt til ársins 1954 starfaði Hafsteinn í Val og fyrir Val. Hugur hans og meginstarf framan af árum var fyrst og fremst bundinn við hina heillandi knattspyrnuíþrótt, allt frá því að hann kom í félagið kornungur drengur. Hann sýndi þegar mikinn dugnað við æfingar og komst því fljótt í kapplið. Byrjaði í V. fl. og fluttist síðan jafnt og þétt flokk úr flokki, eftir því sem aldurinn færð- ist yfir hann og hafnaði loks í meistaraflokki árið 1942, lék hann síðan óslitið þar allt til ársins 1954, eða alls 121 leik og átti sinn drjúga þátt í að færa Val Islands- meistaratitilinn á þessu tímabili. Auk þess var Hafsteinn oftar en einusinni valinn í úrvalslið og landslið. Hafsteinn var hörkudug- legur leikmaður, baráttuglaður og vígdjarfur. Auk knattspyrnunnar sýndi hann, er fram liðu stundir, mikinn áhuga fyrir handknattleiknum, sem var að ryðja sér til rúms. Hann lék og keppti þar fyrir Val, og var með í að færa félaginu mikla og góða sigra á þeim vettvangi, bæði Islandsmeistara- og Reykjavíkur- tign. En alls lék Hafsteinn 91 leik fyrir Val í meistaraflokki. Auk þess sem Hafsteinn Guðmundsson æfði og keppti, lét hann brátt, er stundir liðu, félagsmálin almennt til sín taka. Sýndi það sig líka fljótt að hann var ekki síður lið- tækur á því sviði en við æfingar og keppni. Harðsnúinn og ýtinn málafylgjumaður. En jafnan ein- lægur og hjartaheitur. Um skeið átti hann sæti í stjórn félagsins og ýmsum mikilsverðum nefndum, og sem fulltrúi þess var hann um árabil í Handknattleiks- ráði Reykjavíkur og formaður þess, einnig síðar var hann kjör- inn í stjórn H.S.I og varamaður í stjórn K.S.I. og meðlimur lands- liðsnefndar. Af þessu sem nú hefir verið nefnt, leikur ekki á tveim tungum, að Hafsteinn Guðmunds- son hefir vakið og nýtur mikils fé- lagslegs trúnaðar innan íþrótta- hreyfingarinnar, enda er maður- inn hinn traustasti að allri gerð. En þrátt fyrir mikið og gott starf á liðnum árum, innan Vals í sameiginlegum fulltrúaráðum og samböndum, hefir þó meginstarf Hafsteinn Guðmundsson. hans verið utan Reykjavíkur, í Keflavík aðallega. Þar var sá ak- ur sem hann erjaði og sá akur bar vissulega margfaldan ávöxt, er öruggar sáðmannshendur höfðu þeim um vélt. Iþróttabandalag Keflavíkur var stofnað 1956, og allt frá stofndegi hefir Hafsteinn veitt því forystu og átt meginþáttinn að mótum þess. Með stofnun IBK var íþrótta- starfinu í Keflavík og Suðurnesj- um í heild sköpuð sú forysta og kjölfesta sem dugði. Vöxtur og viðgangur knattspyrnunnar þar um slóðir sannar það. En lið IBK hefir undanfarin ár verið eitt sterkasta I.-deildar lið okkar, og m.a. verið íslandsmeistaralið. Eins og fyrr segir skyldu leiðir Hafsteins og Vals árið 1954, er hann fluttist „úr bænum" og „suð- ur með sjó.“ Vissulega var hans saknað, en jafnframt þakkað og glaðzt var yf- ir dugnaði hans og gagnmerkri forystu á íþróttasviðinu á nýjum slóðum. I öðrum stað hér í blaðinu er frásögn af sögulegum úrslitaleik í Islandsmótinu milli Vals og Akur- nesinga. Þar sést Hafsteinn skora fyrsta mark leiksins, eitt af mörg- um, sem hann á áraraða knatt- spyrnuferli sínum skoraði fyrir Val. Er Valur sigraði í Islandsmót- inu árið 1966 eftir harða og endur- tekna tvísýna baráttu við IBK, og með umdeildu marki, lét Hafsteinn í ljósi nokkur vonbrigði, sérstak- lega með dómarann, en lét þess einnig getið, að úr því sem komið væri, væri það vissulega huggun

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.