Valsblaðið - 24.12.1967, Page 66

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 66
64 VALSBLAÐIÐ SÖGULEGUR ÚRSLITALEIKUR Hafsteinn Guðmundsson skorar fyrir Yal. um ákaft og virðist manni sem Skagamenn eigi þar sterkari ítök- in. Dómarinn, Guðjón Einarsson, kemur nú inn á völlinn ásamt að- stoðarmönnum sínum. Hann kall- ar nú fyrirliðana til sín, þeir heils- ast og Valsmenn vinna hlutkestið og kjósa að leika á nyrðra markið, undan vindinum. Dómarinn gefur merki og leikurinn er hafinn. I fyrstu er auðséð að liðin ótt- ast hvort annað. Valsmenn eru meira í sókn framan af, en leikur liðsins er ekki nógu ákveðinn til Ég ætla að biðja ykkur, lesend- ur góðir, að hverfa með mér nokk- ur ár aftur í tímann — eða til sunnudagsins 6. september árið 1953. Ætlunin er að skreppa á Melavöllinn í Reykjavík. Veðrið er ekki sem bezt, sex vindstig og rign- ingadembur, sem nálgast að vera skýfall. Leikurinn sem við ætlum að sjá er úrslitaleikur fslandsmótsins og það eru Akurnesingar og Valur sem leika. Við látum veðrið engin áhrif hafa á okkur, því almennt er búizt við skemmtilegum leik, heldur fá- um okkur sæti í stúkunni og bíðum þess að kapparnir birtist á vellin- um. Ekki höfum við lengi beðið, þegar Valsmenn koma inn á völl- inn, klæddir rauðum peysum og hvítum buxum, með fyrirliðann í fararbroddi. Skömmu síðar birtast Skaga- menn, gul og svartklæddir að vanda. Liði þessu stýrir Ríkharð- ur Jónsson. Þeir hlaupa að miðju vallar, raða sér upp og heilsa á- horfendum. Þeir fagna leikmönn- oooooooooooooooooooooooooooooooooooooo $ Helgi Danielsson, hinn ágæti markvörður Vals á sínum tíma, rifjaði svo- lítið upp sögulegan úrslitaleik, sem fram fór á Melavellinum um haustið 1953, en frásögn hans birtist í Alþýðublaðinu í apríl s.l. Þar sem margir hinna yngri hafa vafalaust lítið eða ekkert heyrt frá leik þessum, og eins hitt að margir sem muna atvik munu hafa gaman að rifja þetta upp aftur, leyfum við okkur að birta frásögn Helga hér í blaðinu. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Þarna hafði knötturinn verið tekinn úr markinu, en hvernig komst hann þangað? Halldór Halldórsson bendir á gat á neti marksins. Helgi Dan baðar út höndum og fullyrðir, að knötturinn hafi ekki farið „löglega“ leið í markið. Jón Þórarinsson flýtti sér að skoða vegsummerki.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.