Valsblaðið - 24.12.1967, Side 68

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 68
66 VALSBLAÐIÐ Myndin hér að ofan er tekin í Kaupmannahöfn, eftir Landsleik íslands og Danmerk- ur í Knattspyrnu í Idrætsparken hinn 23. ágúst s.l. sumar. Aðalmennirnir á myndinni eru, markateljarinn „á vellinum“ og Guðmundur Péturs- son, markvörður Islands. Munu þeir sennilega vera að bera saman bækur sínar um úrslitin og Daninn sjálfsagt að fá „staðfestingu“ á því hjá Islendingnum, að rétt séu framtöld mörkin, enda ætti hann þar gerzt um að vita. (ÚR ÍÞRÓTTAFRÉTTUM) Idrettsparkens æfintýr ugg og hrylling vakti — Dulrænt afl með dönskum býr, sem dáð úr löndum hrakti. Ekki skorti okkur þó í útförina — stjóra, því úrvalsliðið út sig bjó með í það minnsta — fjóra!! Það voru líka þjálfarar í þessum hópi manna, — fréttamenn og fóru þar og formenn samtakanna!! Líka var þar landsliðsnefnd, sem ljómaði öll í framan, sæl og glöð — og samanstefnd. — Já, — svona er stundum gaman! Að flestra dómi valið var vel — í stöður allar, því enginn neitt af öðrum bar á okkar helming — vallar. Já, — nú var okkar úrvalslið alveg sér í flokki, — en eflaust verður á því bið, að utanfarir — lokki!! Því aldrei hefur hagað fyr svo herfilega — vindi, að aldrei kæmi í bakið byr svo Bauninn til þess fyndi!! í HÁLFLEIK (Bæn) Ó, — þú gamli Idrettspark með ógn af dönskum mörkum, gefðu olckar mönnum mark — og meira af straffíspörkum! AÐ LEIKSLOKUM (Ekki bæn.) Fyrirsögnin Fjórtán, — tvö fræg um aldir verður. — Nítjánhundruð sextíu og sjö var „samningurinn“ gerður!! Guöm. Valur Sigurösson.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.