Valsblaðið - 01.05.1987, Page 27

Valsblaðið - 01.05.1987, Page 27
Andstæðingamir segja álit sitt á Valsliðinu Leika að hætti atvinnumanna „Valur er mjög gott lið“ sagði Peter Keeling, þjálfari Keflvíkinga í stuttu spjalli við Valsblaðið. „Að mínum dómi vinna þeir deildina auðveld- lega i ár,“ hélt hann áfram. „Vals- menn leika skipulega, nánast að hætti atvinnumanna. Liðið væri án efa á toppnum í norsku deildinni og það myndi spjara sig vel í þeirri sænsku.“ Góður mannskapur og gott lið „Valsmenn eru frískari nú en mörg undanfarin vor,“ segir Ásgeir Elíasson, þjálfari íslandsmeistara Fram. „Þeir eru gífurlega sterkir lík- amlega og af þeim sökum erfiðir viðureignar. Þar fyrir utan eru þeir Valsmenn með góðan mannskap og því er liðið gott á heildina litið." Besta vorlið í áraraðir „ Valur er besta vorlið sem ég hef séð í áraraðir,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs á Akureyri, í spjalli við Valsblaðið. „Það er geysileg ferð á leikmönnum liðsins og þeir hafa mik- inn líkamlegan styrk. Það verður spennandi að sjá hvort þeir halda þessari keyrslu til haustsins." Áberandi sterkasta liðið „Valur er að mínum dómi með áber- andi sterkasta liðið,“ sagði Guð- mundur Ólafsson, þjálfari Völsungs á Húsavík. „Þeir ieika mjög agaða knattspyrnu og hvergi sé ég veikan hlekk í liðinu. Liðsheildin er góð og þeir Valsmenn verða fljótlega í topp- baráttu, - þar verður þeirra staður í sumar.“ Valsmenn eru illvígir „Styrkleiki Valsliðsins liggur að mínum dómi i tvennu, annars vegar í samstilltri vörn og hins vegar í meiri breidd en almennt þekkist hér á landi,“ segir Hörður Helgason, þjálf- ari KA-liðsins. „Á bekknum sitja til að mynda mjög sterkir leikmenn og á því sviðinu standa önnur lið veikari fótum. Að sögn eru Valsmenn illvígir um þessar mundir. Ef þeir verða í þeim hamnum út mótið fá önnur fé- lög vart stöðvað þá.“ Samansafn af sterkum leikmönnum „Ég þekki nokkuð vel til liðsmanna Vals,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari bikarmeistaranna frá Skipa- skaga. „Þetta er samansafn af sterkum leikmönnum. Hjá þeim er síðan grimm samkeppni um stöður og sú rimma kemur liðinu til góða. Vörn liðsins er öflug og tengiliðirnir eru útsjónarsamir, sem sagt góð liðsheild." „Valur er reynsluríkasta félagið sem hér leikur," sagði Gordon Lee, þjálfari þeirra KR-inga. „Vörn liðsins er mjög kröftug og hreyfanleg. Það eitt er víst að Valsmenn fá því ekki fjölda marka á sig í sumar. Það lið sem leggur Val getur rétt eins orðið meistari, hreppi þeir Valsmenn ekki bikarinn sjálfir." Vörn Valsliðsins er firnasterk „Valur er með mjög sterkt lið og ég spái þeim sigri á íslandsmótinu í ár,“ segir Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis úr Garðinum. „Vörn liðsins er firnasterk og leikmenn ráða yfir meiri hraða en gerist hjá öðrum liðum í deildinni. Það er bersýnilega mikil stemmning í liðinu og mér segir svo hugur að Valsmenn hafi ánægju af því að leika knattspyrnu. Það ræður vitanlega mestu.“ „Valur hefur á að skipa mjög sterku liði. Vörnin þykir mér þó bera af, hún er kletti líkust. Að mínum dómi er Valur nægjanlega sterkt lið til að spjara sig í Úrvalsdeildinni skosku." Þetta sagði hinn geðþekki þjálfari FH-inga, lan Flemming, er hann var spurður álits á meistara- flokksliði Vals. „Valur er að mínu viti,“ hélt hann áfram, „eina íslenska liðið sem staðist getur keppinauti snúning á erlendum vettvangi.“

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.