Valsblaðið - 01.05.1987, Síða 77
77
Handknattleikur
legið í loftinu. Foreldrar svo og
annað nánasta skyldfólk var mætt á
staðinn til að sjá á eftir sínum heitt-
elskuðu börnum ...
Eftir langt, en mjög Ijúft flug, Kef-
Kaup-Milan-Teramo, komumst við á
áfangastað. Fátt gerðist fyrstu dag-
ana a.m.k. kom ekkert óvænt upp á.
Undirritaður svo og aðrir meðlimir í
fararstjórn hópsins, voru í raun farnir
að undrast það, hversu vel ferðin
hafði gengið. Málshátturinn segir, að
Adam sé ekki lengi í Paradís.
Fengum við tilkynningu um það að
við ættum að flytja okkur upp í fjalla-
hérað, sem var nokkuð langt frá
öllum keppnisstöðum.
Þegar við loksins vorum komnir
upp í fjöll, byrjuðu vandræðin. Ekk-
ert skólahúsnæði! Jú, okkur var sagt
að allmyndarlegur hjallur uppi í hlíð,
væri sá staður sem við ættum að
sofa í. Þessari niðurstöðu neituðum
við alfarið, því að við höfðum borgað
fyrir skólahúsnæði svo og mat á veit-
ingahúsi. það skal tekið fram, að
nær engin klósettaðstaða var fyrir
hendi, aðeins hið sígilda op þeirra
sunnanmanna.
Eftir miklar umræður við bæjar-
búa, sem voru vopnaðir enskum
orðabókum, var loksins ákveðið að
sofa þarna eina nótt og halda síðan
í bæinn að morgni.
Þetta er í sjálfu sér mjög stutt frá-
sögn af því, sem í raun skeði, þó
sýnir þetta fram á það, við hverju má
búast í ferð sem þessari.
Úrslit leikja:
Flokknum gekk mjög vel í allri
keppni og var landi sínu og félagi til
mikils sóma. Komust þeir í fjögurra
liða úrslit. Það skal tekið fram að það
voru 110 lið sem spiluðu í þessum
aldursflokki. Tapaði Valur fyrir liði frá
Nígeríu, Borno Spiders. Öll aldur-
sskipting var mjög grunsamleg hjá
þeim, svo að ekki sé meira sagt.
Spado XL - Valur 6-25
Valur-Virum Sorgenfri 18-8
Met-Eur Interamnia-Valur 11-13
Valur - SF Tecnica Salerno 29-12
Valur - CSN Sorrentina 22-9
Þetta eru úrslitin í riðlinum, marka-
talan var: 107-46.
Árangur
Flér á eftir verður rifjaður upp
árangur þeirra flokka úr Val, sem
Júlíus Jónasson
einn af burðarásum karlaliðsins í handknattleik. Hér
leið úr greip hans í markið
gnæfir hann yfir vöm mótherjanna og boltinn er á