Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Side 75
47
margir hluthafar, og allir munu hafa tapað meira
eða minna á fyrirtækinu. Innstæða prentfje-
lagsins var Sl.000. Sigtr. Jönasson var ritstjöri
að fyrstu 8 númerunum en eptir það tók Halldór
Briem við ritstjórn hlaðsins.'og var lengst af með-
an blaðið lifði. Deilur og flokkadráttur í Nýja
Isl. út af nýlendumálum, trúmálum og nærri
öllu mögulegu, steypti hlaöinu eins oghyggðinni
að mestu leyti; en svo voru Isl. þá líka of fá-
mennir í landinu til að lialda uppi blaði. Þannig
leið hið fyrsta íslenzka blað, sem stofnað var
hjerna megin liafsins, undir lok. Varð að eins
tæpra 3 ára gamalt. Það var að stærð 36 blöð
á ári og kostaði §2.00 árg.
I janúar 1893 kom út á Gimli fyrsta blað af
„Dagsbrún“. Ritstjóri og útgefandi blaðsins
var sjera Magnús J. Skaptasen. Blað það var
málgagn trúarskoðunar sjera Magnúsar og prent-
aðí prentsmiðju Gísla Tómassonar (G.M.Tliomp-
sonj á Gimli. — Veturinn 1896 byrjaði Gísli
Tömasson (frá Guðlaugsvík í Strandasýslu).
að gefa út tímaritið ,,Svöfu“, og er rit
það prentað í prentsmiðju iians, sem hann
setti á stofn á Gimli veturinn 1891. Það
er mánaðarrit og kostar §1.00 árg.—I desember
síðastliðið ár kom út á Gimli fyrsta blaðið af
„Bergmálinu". Það er prentað í sömu prent-
smiðju og ,,Svafa“, kemur út þrisvar í mánuði
og kostar gl.OOi árg. Útgefendur eru Gísli
Tömasson og Guðni Þorsteinsson á Gimli.
Að endingu skal þess getið, að fyrsta vetur
Islendinga í Nýja Islandi var gefið út meðal
þeirra skrifað blað, sem hjet „Nýi Þjóðólfur".
Ritstjóri blaðs þess var .Tón Guðmundsson frá
Hjalthúsum í Þingeyjarsýslu (nú í Argyle) og
komu út 8 blöð af því. Hr. Jónas Stefánsson á
3