Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 87
59
Yfirlil): Þegar líður yfir mann, ska) leggja
hann á bakið og láta vera lægra undir höfðinu
en öðrum líkamshlutum; skvetta köldu vatni á
andlitið og láta sjúklinginn hafa nóg af hreinu
lopti.
Arda í anga: Ef arða fer upp í auga
manns, skal vefja mjúkan jtappír i hólk, eins og
menn gera þegar þeir ætla að kveikja í pappír
niður um lampaglas; væta svo endann og beita
síðan horninu til að ná örðunni. Það hjálpar og
að núa hitt augað,—það, sem arðan er ekki i.
Eldur í fatnadi : Ef eldur kviknar i föt-
unum, sem maður er i, er um að gera að hlaupa
ekki, sist af öllu niður stiga eða útúr liúsi. Besta
ráðið er að kasta sjer niður, og velta sjer á gólf-
klæðinu, eða þá að vefja sig fijótlega i einliverj-
um þykkum voðum. Hvort heldur sem gert er,
ber að gæta þess, að lægra beri á höfðinu en öðr-
um hlutum likamans, svo eldurinn læsi sig ekki
í hárið og til þess jafnframt aö verja vitin.
Eldur í liúsi : Til að komast út úr liúsi
sem er að brenna, skal maður vefja ullardúk um
höfuðið og bleyta hann, ef það er hægt, og skera
göt á fyrir augun. Skríð svo eptir gólfinu, því
þar er helst lopt. Umfram allt er að fara gæti-
lega og missa ekki móðinn.
Ef Iampi springur með steinolíu i, er þess
að gæta, að bera ekki vatn í bálið, þvi vatnið
ejrkur olíu-eld. I þess stað skal bera á bálið
mold, sand eða hveitimjöl, er best eyðir olíu-eldi,
eða þá að kæfa hann með ullar-dúk, gölfklæði
eða borðdúk.
Köfnun í gasi: Ef manni liggur viðköfn-
un af að anda að sjer brenni-gasi [iUuminniing
pt*J,er um að gera að komast út undir beran