Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 91
63
hverja ákveðna upphæð í bankann einusinni á
mánuði, eða einusinni á viku, eptir því, hvemig
kaupið er goldið. Það gerir ekkert til, þó upp-
hæðin sje litil í hvert skipti,—liún eykst fyr en
mann varir. Um leið og peningarnir komast á
bankann, taka þeir til starfa, við að auka inn-
leggið. Það veitenginu fyr en liann reynir, hve
þægilégt er að safna ]>eningum, eptir að liann
er farinn að skipta við bankann. Fyrsta afleið-
ingin af þeim viðskiptum er sú, að maðurinn fær
eins og nýtt líf, nýja löngun til að spara og fara
vel að ráði sínu. Sem dæmi upp á starfsemi
peninganna á banka, má geta þess, að sje ákveð-
in upphæð á banka—ekki aukin og ekki tekið af
henni—.tvöfaldar hún sjálfa sig á þeim tíma.sem
hjer segir:
ef rentan er 2%, á 50 árum
“ 2J%, á 40 árum
“ 3%, á 33 árum og4 mánuðum
“ 3J%, á 28 árum og 206 dögum
“ 4%, á 25 ámm
“ 4J%, á 22 árum og 81 degi
“ 5%, á20árum
“ 6%, á 16 árum og 8 mánuðum
“ 7%, á 14 árum og 204 dögum
*■ 8%, á 12 árúm og 6 mánuðum
“ 9%, á 11 árum og 40 dögum
, “ 10%, á 10 árum.
I þessari töflu er talin að eins einföld renta.
Sje renturentu reikningur viðhaföur, tvöfaldast
gefin upphæð á allt að þriðjungi skemmri tíma.
IJppskrru-tUMjtl.
I Ameríku er það tungl almennt kallað upp-
skemtungl, sem er í fylllingu næst jafndægrum
á hausti f21. september). Það nafn kemur til
af því, að það tungl kemur upp skömjuu eptir
sólsetur fleiri kvöld í rennu en nokkurt annað
tungl á árinu. Kemur það sjer sjerstaklega
vel um það leyti árs sökum anna við allskonar
uppskeru.