Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 46
22
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
seztur í lielgan stein, svo þaö á'vel viö, aö ritaöur sé af
lionum dálítill þáttur í safninu til sögu vestur-íslenzkra
landnámsmanna.
Friðjón Friðriksson er fæddnr 21. ágúst, 1849 á Hóli
á Melrakkasléttu í Þingeyjarsýslu. Faöir hans, Friörik
Jónsson frá Snartastööum í Presthólahreppi, bjó þar þá.
Forfeður þeirra feðga höfðu verið bændur í Núpasveit og
Axarfirði, dugnaðar og atorkumenn, og svo vel kröftum
búnir, að þau munnmæli gengu í ættinní, að á drauga og
afturgöngu öldinni hefði ekki verið til nokkurs að gjöra
þess konar sendingar á hendur þeim; þeir hefði tekið svo
hraustlega við slíku íllþýði, er það varð á vegi fyrir þeim,
að ekki voru þeir ónáðaðir oftar.
Bræður Friðjóns voru þrír, Arni, Olgeir og Friðbjörn
og eru allir enn á lífi, tveir þeirra bændur í Argylebygð,
en Arni fluttur með fjölskyldu sína vestur á Kyrrahafs-
strönd. Systur eiga þeir bræður eina, sem er gift kona í
Argyle, og aðra gifta á íslandi. Þrjú systkini þeirra dóu
ung. Friðrik faðir þeirra var tvígiftur og eiga þau syst-
kini eina hálfsystur vestur á Kyrrahafsströnd. Friðrik
Jónsson bjó einnig á Sjóarlandi og Kúðá í Þistilfirði. Eftir
það flutti hann inn í Eyjafjörð. Var hann eitt ár ráðs-
maður með Eggerti Gunnarsyni á Syðra-Laugalandi á
Staðar-bygð, þegar kvennaskólinn var stofnaður þar og
mikill búskapur rekinn um leið. Síðar var hann á Skipa-
lóni, Kálfskinni og Akureyri. Þar mun hann hafa verið
ein tvö, þrjú ár. Fyrri konu sina misti hann, er hann bjó
á Kúðá.
Móðir Friðjóns hét Þórhildur og var dóttir Fríðriks
Árnasonar, bónda á Núpi í Axarfirði. Var Friðrik, faðir
hennar, í fóstri með Þórði sýslumanni Björnssyni í Garði
í Aðal-Reykjadal. Kona hans hét Guðný Björnsdóttir.