Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 49
ALMANAK igoS.
25
mylnu og vegagjörf) í Parry Sound. Var ferðinni heitið
til bæjarins Milwaukee, þar senr þeir voru Stórutjarna
f'eSgar, Haraldur, Páll og Þorlákur Jónsson, ásamt
ýmsum fleirum, er þangað höfðu haldið rakleitt um
sumariS. Höfðu þeir langa útivist á yötnunum og komu
ekki til Miiwaukee fyrri en 6. nóvember 1873. Þar var
Friðjón á gistibúsi fyrstu nótt.
Daginn eftir fór hann að skima í kring uni sig í borg-
inni og vita hvers hann yrði áskynja. Var hann þá ekki
áhyggjulaus um hagi sína, því þegar liann hafði goldið
næturgreiðann á gistihúsinu, átti hann ein 15 cent í vasa.
Var hann nú þarna staddur í ókunnu landi með konu sína
og vissi nú ekki í hverja átt hann skyldi snúa sér. Loks
er hann gekk eftir strætinu til að skoða sig um, kom hann
að liúsi einu, þar sem hnnn sér íslenzk föt hanga á stagi
úti. Maður nokkur stóð fyrir dyrum, er hann þóttist
kenna að væri íslendingur. Varpar hann á hann kveðju
sinni; er honum svarað á íslenzku og vel tekið. Er hann
leiddur í stofu og tekinn tali. Hann litast urn í stofunni
og kemur auga á sæng eina þar í horni; var maður í
sænginni, er snýr sér upp í horn og sefur. Eftir litla
stund vaknar hann og snýr sér fram. Þenna mann þekti
Ftiðjón þegar. Var það einn samferðamanna ■ hans frá
íslandi, Eiríkur Bergmann. Var hann einn þeirra,er suð-
ur höfðu haldið rakleitt með síra Páli Þqrlákssyni, erhann
mætti hópnum í Quebec,og farið með 40—50 manns suð-
ur til Bandaríkja með sér. E11 allur var hópurinn, eins
og áður er á vikið, 165 manns, er farið var frá Akureyri.
En á leiðinni snður lenti þessi hópur í járnbrautarslysi og
hafði Eiríkur meiðst nokkuð á fæti og lá nú í þeim
meiðslum, þó ekki væri stórvægileg. Var hann undir
læknis umsjá að fyrirmælum járnbrautar-félagsins og upp
á þess kostnað.