Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 56
32
ÓI.AFUR s. thorgeirsson:
Um vorið 1876 fór Frifljón að verzla upp á eigin
spýtur. Fremur mundi flestum hafa þótt þaö lítill höfuð-
stóll, sem hann hafði, til að færast slíkt fyrirtæki í fang,
jafn-miklir örSugleikar og voru því samfara. Hann hafði
komist yfir eina 50 dali, meðan hann var austur frá og
haft með sér. Hafi'i hann þá óeydda um vorið. En síð-
an hann kom um haustið liafði hann kynst ýmsum kaup-
sýslumönnum töluvert og viðskiftalífi landsins. Hann
hafði verið fyrir framan um vörukaup, var kunnur öllum
þörfum fólksins og hafði unnið sér bæði tiltrú þess og til-
trú innlendra manna, sem við kaupsýslu voru riðnir.
Honum varð því vel til, er hann leitaði til þeirra með aö
fá vörur til verzlunar sinnar, þó lítið hefði hann fé í boði.
Mun vörumagn það, sem hann byrjaði verzlan sína með,
hafa verið upp á 2— 3000 dali. Varð hann að gefa hand-
veð fvrir því, sem hann gat tkki goldíð þegar í stað. En
er að skuldadögum kom, hafði hann oft ekki fengið nema
lítið fé upp í það, sem hann átti að gjaldu. Varð liann þá
oft að fara fótgangandi til Winnipeg, rúmar 60 mílur, og
það í mikilli ófærð og voiulum veðrum til að færa lánar-
drotnum sínum það fé, sem hann hafði. Gjörðu þeir sig
oftast nær ánægða með það, sem hann færði þeim, hversu
skamt sem það hrökk til fullrar skuldalúkningar. Og
einlægt sáu þeir um, að hann hefði nógar vörur, til að
fleyta verzlan sinni áfram.
Haustið 1876 sendi stjórnin mælingamenn vestur til
að mæla út vegarstæði eftir allri nýlendunni frá norðri til
suðurs og gjöra braut gegn um skóginn. Var það mikið
verk, því þykkum skógi varð að ryðja af brautarstæðinu
öllu. Við þessi störf fengu margir menn atvinnu, enda
veitti ekki af, því mjög voru menn að þrotum komnir að
efnum til, sem ekki var að furða, þar sent þetta var eina
atvlnnan, er boðist hafði, síðan fólkið kom til nýlendunnar.