Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 58
34
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
leng-.ur en góðu hófi gengdi. Menn sátu þarna teptir og
fengu enga björg sér veitt, ekki leitaö sér atvinnu eöa náð
því til sín, sem mest vanefnaði um. Vörur voru fluttar
frá Winnipeg upp aö veröinum; en þangaö voru þær aftur
sóttar af nýlendumönnum. Loks kom leyfi um, að vörð-
urinn skyldi hafinn. Brá John Taylor þá viö og tók sér
far meö gufubátnum Lady Ei.len. Var feröinni heitiö til
Winnipeg til að kaupa þar jarðepli til útsæöis og alls kon-
ar garðfræ, ersá átti. En langt var komið fram á sumar,
svo í eindaga var komið meö sáning alla. En þegar hann
kemur upp aö verðinum við ána, hefir leyfið um að hefja
vörðinn aftur veriö numið úr gildi, svo hann fær ekki meö
nokkuru móti að halda lengra. Varð hann að snúa heim
aftur sár ískapþog þótti nú allar bjar^ir bannaðar. Kom
hann í dagrenning til Friðjóns Friðrikssonar og þóttist
hrakför farið hafa. Var hann næsta angurvær og spurði
Friðjón til ráöa. Kvaðst Friðjón ekki kunna annað ráð
vænna, en að reynt væri að komast gegn um vörðinn
með einhverjum brögðum, þaö væri ávalt skylda manna
að bjarga lífi sínu. John Taylor bað hann blessaðan
freista, ef hann sæi til þess nokkura vegi. Gjörði Friðjón
þess kost, svo framarlega hann fengi fé og fararefni.
Hann leggur nú af stað gangandi, því ekki var um
annað að gjöra. Grun hafði hann um, að vörðurinn við
lækinn hefði enga vitneskju fengið um, að leyfið til að
hefja hann væri afturkallað. Þóttist hann vita, að bréf
til varðniannaforingjans þar, sem nýkomið var til Gimli frá
stjórninni, væri þess efnis. En ekki er þess getið, að
Friðjón þætti nauðsyn til bera að færa þeim bréfið. Hann
var verðinum kunnur; hafði eitt sinn fengið áður að fara
til bæjar í nauðsynja erindum; en þá höfðu föt hans verið
vandlega sótthreinsuð og síðan haföi hann ekki komið
nálægt bóluveiku fólki. Hann skýrir verðinum frá ferðurn