Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 60
36
ÓLAFUK s. thorgeirsson:
Eii það er að segja af Ný-íslendingrim, að þeini var
næsta órótt ót af sendiför þessari. Fregnin hafði fljót{
borist út, að einhver íslendingur hefði þrotist út úr varð-
haldinu. Hafði lögregluþjónn verið sendur tafarlaust til
að handsama þann sökudólg, hvar sem hann kynni að
nást, og var hann nú að leita hans með dununi og dynkj-
um. En svo heppilega tókst til, að þeir fórust hjá, svo
Friðjón slapp heilu og höldnu leiðar sinnar. . Þegar hann
kom ofan í víkina, þar sem Kristján Jónsson átti heirna,
var John Taylor þar fyrir og heilntargir nýlendubúar aðrir,
sem biðu þar með öndina í hálsinum, að þeir fengju ein-
hverjar njósnir af sendimanni. Má nærri geta, að heil-
mikill fagnaðarfundur varð með þeim og Friðjóni, er svo
heppiiega hafði tekist ferðin. Þótti nú leyst úr hinu mestu
vandamáli og velferðar, þar sent útsa^ði var fengið og of-
urlítill vísir til bjargar fyrir komanda ár.
En um tíma eftir þetta gekk sú saga staflaust með
innlendum mönnum, að tveir væri Fríðjónar Friðrikssynir
á Gimli. Væri annar þeirra all-snotur maður og fremur
heiðarlegur og fengist við kaupsýslu ; hitt væri flækingur
og prakkari og mesti viðsjálsgripur.
Fyrst er Friðjón Friðriksson tók að verzla, keypti
hann tvo flatbáta í Winnipeg. Reif hann annan sundur
til að sty.rkja hinn. Sigldi hann svo bát þessum fermdum
vörunt ajla leið norður til Gimli og komst það heilu og
höldnu. AíTermdi hann þá varninginn allan og kom fyrir
í vöruskála sínum. En bátinn reif hann sundur og notaði
efnið úr honum í íveruhús handa sér., Næsta veturgjörðu
þeir Jón Bergmann og Jón Hallgrímsson stóran York-bát
svonefndan fyrir hann. Var sá bátur notaður til að flytja
vörur til verzlunarinnar allan þann tíma, sem Friðjón
Friðriksson var á Gimli
Eins og kunnugt er, tilheyrði Nýja ísland ekki Mani-