Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 62
38
ÓLAFUR S. THORGEIRSSONr
liaustið igoG. Rak Friðjón þar verzlan öll þau ár. Voru
efni hans lítil framan af, en samkepni við innlenda menn
'töluverð. Vantaði þó ekki hrakspár af þeirra hálfu um
Islending- þenna, sem farinn væri að verzla. En svo fór,að
allir þeir kaupmenn,sem þar voru honurn jafn-snemma og
margir fleiri,sem síðar byrjuðu þar verzlan,urðu gjaldþrota,
en íslendingurinn einn stóðst allar þær misfellurog óhöpp,
seni verzlanin varð fyrir. Eitt haustið átti hann ógoldnar
búðarskuldir, sem nárnti ekki minna en io þúsundum dala.
Það ár var uppskerubrestur. Gat hann að eins heimt inn
4 þúsund og varð svo að byrja að lána aftur til næsta
hausts (1889-90). Jarðir manna voru þá í lágu verði,
naumast hærra en 800 dölum hverjar 160 ekrur. Var því
til lítils að fá bændur til að tryggja skuldir sínar fasteign-
arveði. Höfðu þess konar veðbréf þá svo sem ekkert
gildi og vildi enginn við þeim líta.
Auk verzlunar sinnar komst Friðjón yfir 2 jarðir og
rak þar búskap í hjáverkunt sínum. Nú á hann þar 5
jarðir, síðan hann seldi verzlan sína (1906) ungum inönn-
um og efnilegum, sem vaxið hafa þar upp í bygðinni.
Reka þeir verzlanina af kappi og álniga, ekki síður en
aflagi og forsjá og er það Friðjóni fagnaðarefni, að hún
þrífst svo vel í höndum þeirra, Nú er hann fluttur til
Winnipeg með fjölskyldu sína.
Eins og tekið hefir verið fram, var Friðjón kvæntur,
er hann flutti frá íslandi. Heitir kona hans Guðný Sessh-
ja Sigurðardóttir, bónda á Harðbak á Melrakkasléttu,
Steinssonar, Hákonarsonar frá Grjótnesi.
Giftust þau 10. júlí 1S73, daginn áður þau lögðu af
stað af Melrakkasléttu til Ameríku. Þeim hefir orðið 5
barna auðið; tveir drengir dóu ungir, en þrjú lifa. Elzt
þeirra er frú Aurora, kona Tómasar H. Johnson, lögfræð-
ings, málfærslumanns og þingmanns í Winnipeg. Sonu