Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 63
AT.MANAK igo8.
39
eig-a þau lijón tvo; heitir annar þeirra Kári og er ig ára,
hinn Haraldur og er 15; báBir hinir el'nilegustu.
Heimili þeirra hjóna hefir verið fyrirmyhdarheimili að
öllu, sem iengi mun í minnum Vestur-íslendinga, þeirra
er þektu. Hafa þau hjón verið samanvalin að háttprýðí,
snyrtimensku og öðrum mannkostum, svo alt það, er
öðru þeirra má t'il gildis telja, er jafn satt sem hitt,
og heíir heimiii þeirra ávallt verið eins og sólskins-
blettur í heiði. Sparsemi og hagnýtni hafa ávalt verið
au sæ í öl!u, en þó á ekkert brostið, til þess alt væri í
bezta lagi, og hafa fáir betur kunnað að sanieina alls-
nægtir þessum fögru dygðum. Tökum vér það fram
vegna þess, að hér verður oft brestur á fyrir mörgum, svo
of mjög ber á bruðiunarsemi og því að menn kunna eigi að
meta sem skyldi gildi þeirrar auölegðar, er þeim berst í
hendur.
Friðjón hefir verið manna gætnastur í öllu ráðlagi.
Margir hafa safnað meiri auð, enda helir hann naumast
lagt hug á mikið auðsafn, en verið ánægður þá, er hann
sá hlut sinn á þurru landi og elliárum nægan forða, svo
lifa mætti þá áhyggjulitlu lífi. Þótt tími hafi verið naum-
ur frá öðrum störfum, hefir hann varið flestum mönnum
í sömu stöðu meiri tíma til bóklestrar og aflað sér fróð-
leiks bæði í innlendum máium og íslenzkum. í garði inn-
lendra manna hefir hann ekkert verið síður vel metinn en
íslendinga. Hann sat í skólanefnd Glenboro-bæjar 17 ár,
mestallan þaun tíma, er hann bjó þar,og átti góðan þátt í,
að bærinn réð heppilega fram úr þeini málum ogeignaðist
ágætan barnaskóla eftir ástæðum. Trúnaðarmaður
þeirra var hann i ýmsum fjármálafýrirtækjum og naut
virðingar og trausts í hvívetna.
En aldrei hefir hann gjörzt svo hugfanginn af inn-
lendum mönnum og hugsunarhætti þeirra, að honum hafi
3