Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 67
ALMANAK 1908.
43
forfeöur h ;nnar á sömu jöröinni í margfa mannsaldra og"
er það skemst frá| aö segja, að jörðin smáskiftist meðal
ættingjanna; hver holaði sér niður á sína skák og minnk-
aði við sig, frá einni kynslóð til annarar, þangað til þröng-
býlið stóð flestum f)7rir þrifum. María kaus að leita burt,
búa um sig á víðara bóli og einkanlega búa í haginn fyr-
ir börnin sín og afkomendur í marga ættliði. Líkar á-
stæður hafa rekið margan bóndamann úr Norðurált'unni
hingað til lands, en Marja hefir það fram yfir flesta aðra
innflytjendur, að hún tók upp þessa fyrirætlun með ein-
beittum vilja og fylgdi henni fram með óbifanlegri stað-
festu. Nú hefir hún náð því takmarki sem hún setti sér.
Hún hefir komið upp átta börnum, sem eru Ameríku-
borgarar hér á meða' vor, uppkomnir menn, gjafvaxta
meyjar, ráðvönd, sjálfstæð, drenglunduð, með virðingu
fyrir sjálfum sér og starfandi elsku til fósturjarðarinnar.
Og úti fyrir koti sínu í Deering situr nú María og bíður
ellinnar með hýrri lund og hugarrósemi, á sinni eigin lóð
og hefir tekjurnar af fasteignum sínum til lífsuppeldis.
Þar situr stundum hjá henni Louis, bóndi hennar, og er
hættur að vera vinnuþræll, því að hann nýtur nú ávaxt-
anna af dyggri vinnu sjálfs sín og staðföstu ráði konu
sinnar.
Louis og María uxu upp í sömu sveit íBelgiu og trú-
lofuðust um tvítugs aldur fyrir nálægt fjörutíu árum.
Hvernig áttu þau að koma sér fyrir í framtíðinni og hvar?
Og að lífinu loknu, hvað áttu börn þeirra að fá í arf ?
Þessar spurningar — og margur vor á meðal, sem mik-
illar skólagöngu og menntunar hefir notið, tekur þeirn
með ofmikilli lettúð — velti hún fyrir sérog bar þær loks
upp fyrir bóndaefninu. Hann var ekki mikill framkvæmd-
armaðuren stundunarsamur var hann um verk sitt; þegar
dagsverkinu var lokið, þá var honum nóg að setjast með