Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Síða 69
ALMANAK 1908.
45
saman á hverjum degi. Þau teigSu sér herbergi í fátæk-
um borgarhl'uta, nokkrar mílur frá kolaportinu og byrjuBu
nú búskápinn.
Margur hefir oröið að brjóta þá hnúta liérí Ameríku,
að halda heimili og hafa ekki meira fyrir það að leggja en
dollar og kvart á dag. Að láta þá upphæð hrökkva til
allra nauðsynja: fæðis, e'.diviðar, húsnæðis, fata og þar á
ofah til vagnagjakls, meðala, ófvrirsjáanlegra útgjalda, og
það fyrir tvær manneskjur, — það virðist í fljótu bragði
ékki árennilegt, einkum þegar fleiri bætast fljótt við, einn,
tveir, þrír eða fleiri, sem vaualegt er á verkamannaheimil-
um. María lej'sti úr þessu skjótt og skörulega á þann
hátt, að þau skyldu ekki hafa nein útgjöld til meðala,
skemtana né strætisvagna, og engin óviss útgjöld hafa.
Hún ætlaði sér að gegna svo húsfreyju- og matseíjustörf-
unum, að bóndi hennar og börn hefðu holla fæðu og nóga
og væru þess vegna hraust til heilsunnar, og það ásetti
hún sér, að hafa það snið á heimilinu að hann þyrfti ekki
að leita til véitingaskála eða leikhúsa til að stytta sér
kveldið. Því var það ekki annaö en fæði, fatnaður, eldi-
viður og húsaleiga, sem kaupa varð fyrir dagsverkið.
Fatnaðarútgjöldin urðu smá hjáhenni; hún hafði lært eitt-
hvað til sauma í uppvextinum og hún var engu síður spar-
söm á föt heldur en skildingana. Louis hafði lært að gera
við skó; hann keypti brúkaðan skófatnað og gerði við
hann á kvöldvökunni, svo að þau höfðu alltaf hlýtt og nett
á fötunum fyrir sama sem ekkert verð. En um viður-
værið er það aðségja, að María hafði í uppvextinum lært
þá list, sem ér ómetanleg fyrir fátæka húsmóður, að búa
til n’ærandi og lystuga fæðu úr rýru efni — en sá þáttur
uppeldisins er því miður allt of oft vanræktur bæði meðal
ríkra og fátækra. — Hún var glögg í öllum kaupum og
fljót að finna hvað skást var í úrgánginum í ketsölubúð-
4