Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 71
ALMANAK 1908.
47
leigan er ekki há, til þess að gera. Við getum flutt okkur
hvenær sem við viljum og hvert sem við viljum. Því ætt-
um við að fara að bruska í lóðarkaupum ?“
,,Barnanna vegria,“ sagði hún, og það réði. Hún
tók alt sem þau áttu í bankanum og festi kaup í lóðinni;
þegar hún var borguð að fullu, þá fekk hún lán út á hana
og lét fara að byggja hús á henni. Það var hvorki stórt
né mikiðí það lagt, kring um 400 dollara virði, og þaraf
varð hún að borga vátryggingargjald, til þess að fálánið;
skuldirnar á því voru að vísu miklar, þegar miðað er við
dollar og kvarts tekjur á dag, en nú þurfti enga húsaleigu
að borga og þau tóku Frans, bróður Louis á kost og hús-
næði fyrir 3 dollara um vikuna og reyndist það góður
stuðningur.
Þarna var þvínær engin bygð komin,eins og eg sagði,
og hvorki vatn né ræsi. María fekk vatn til þvotta úr
tjörnum ogpyttum í kríngum sig, en neyzluvatn varð hún
að sækja langar leiðir í næsta hús með vatnsleiðslu. Lou-
is fór á fætur í býtið á hverjum morgni, hvernig sem veð-
ur var, bæði vetur og sumar og þrammaði sína 6 mílna
leið til vinnunnar og sömu leið tilbaka á kvöldin, og hafði
aldrei orð um. Þannig liöu fram stundir, að ekki varð
nein breyting áhögum þeirra, nema að börnunum fjölgaði
ár frá ári.
Þau voru hraustbygð, áttu góða aðbúð og voru heilsu-
góð, kvikleg og vel hirt. Þar kom, að þau urðu svo
mörg, að þau komust ekki fyrir í kofanum; þá lét María
ky&gja ofan á hann. Seinna lét hún flytja hann á aftur-
part lóðarinnar og byggja tvílop,.að hús úti við strætið.
Það kostaði 1200 dollara. Þau höfðu aldrei átt né jafnvel
séð svo mikið fé, en þau pantsettu lóðina og húsið, vá-
trygðu nýja húsið áðuren það komst upp og fengu nokk-
uð af láninu strax og alt þegar það var fullgert. Þau