Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 72
48
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
komust í nókkur hundruö dollara skuld, en tóku nú húsa-
leigri af öörum.
En þau brugöu ekki venjurn sínurn fyiirþetta. Louis
þrammaÖi hálfa þingnrannaleið á dag eptir sem áður og
fekk Maríu umslagiö sitt óopnaö á hverju laugardags-
kveldi. Þar aÖ auki stundaöi hann skósmíðiÖ þegar heinr
koni, saulhaÖi og bætti sína skó, hennar og barnanna og
stundum fyrir nágrannana, þegar sléttan fór að byggjast.
Máría fór á fætur og byrjaði dagsverkiö löngu fyrir birt-
ingu á morgnana,og franreftir ö!lu kvöldinu sat Louis við
skósmíðiö. Dagarnir voru langir hjá þeirn og næturnar
stuttar, en þau höfðu gott viðurværi, glaöa lund og sáu
árangur af erfiði sínu, og því héldu þau góöri heilsu.
Nú liðu stundir fram og altaf snrá bættist við það
sem þau lögöu upp. Skuldin af ,,framhíísinu“ smáborg-
aðist meö leigunni af því. Þegar hún var að fullu greidd,
keypti María aðra lóð rétt hjá og reisti þar hús, sem hún
leigöi út. Seinna keypti hún þriðju lóðina og reisti
sömuleiöis hús á henni, en ekki var brúkaö einum eyri
meir til heimilisþarfa fyrir því. Louis vann fyrir 40 doll.
um mánuöinn og þaÖ var látið duga.þó börnunum fjölgaöi.
Þait eignuðust ellefu, átta liföu, sex drengir og tvær
stúlkur.
Barnanna vegna hafði verið ráðist í Ameríku-ferÖina
og þeirra vegna höfðu þessi hjón lagt á sig og sparað.
María hafÖi ekki vanrækt þau, þó hún legði kapp á að
koma fyrir sig efnunum, heldur vandi hún þau svo, að
þau urðu,þegar þau þroskuðust, samboðin því landi, sem
hún hafði valið þeim fyrir fósturjörð. Þeirra vegna horfÖi
hún ekki í dálítinn kostnað, ef svo bar undir, svo sparsöm
og nýtin sem hún var. Til dæmis að taka, þá höfðu allir
nágrannar hennar matjurtagarða að húsabaki, til mikilla
drýginda fyrir heimilið, en garðurinn hjá Schuylarts-hjón-