Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Síða 76
52
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
nágrannakonurnar: þangaö er það að kaupið fer hjá
mönnunum ykkar. En það tjáir ekki mikið að tala um að
tarna.
Svo er það þetta sem mér fylgir : eg get aldrei séð
neitt fara til ónýtis, ekki brauðbita, hvað þá heldurannað.
Eg segi : það var hreint þegar það kom inn í húsið og
skal ekki saurgast hér, og meðan það er hreint, þá er það
mannamatur; ef börnin skilja eptir brauðbita á diskinum
hjá sér, þá fleygi eg því ekki, heldur borða það sjálf eða
geymi til næsta máls. Maður bjó í framhúsinu einu sinni.
Hann liafði 4 dollars á dag í kaup; en konan jós út meiru
með teskeiðum um bakdyrnar, heldur en maður hennar
gat mokað með skóflu innum framdyrnar. Sumarikurn-
var meiri matur í ruslakassanum hjá henni, heldur en
?g keypti handa mínu heimili alla vikuna. Þau áttu ekki
tiema þrjú börn; samt kennir hann til mín einu sinni og
segist veröa að fara úr húsinu; bann geti ekki borgað
þýsaleiguna. Hann viti ekki hvað til kotni, að hann
vinni fyrir miklu kaupi, en sjái ekki hvað af því verði. Eg
vissi það. Það fór í ruslakassann konunnar.
Annað er það líka. Eg á nú átta börn — og betri
b.örn eru ekki til. Aldrei nokkurn tíma hefi eg öfundað
aðrar mæður af þeirra börnum. Eg hef aldrei sagt setn
svo, að annara börn væru vænni eða betur til fara eða
betur vanin, eða hefðu betra til að leika sér við eða kost-
Vtðu meira upp á sig. Aldrei. Heldur sagði eg við sjálfa
piig: Það finnast ekki heilsubetri börn í Deering eða
jafnvæl í allri Chicago, og engin sem hafa betra viðurværi,
þó það sé ekki kryddað eða margréttað. Þau eru heilsu-
góð. Og aldrei sáust börnin mín úti í rifnum fötum eða
götugum sokkum eða óhrein. Alltaf var eg að þvo og
bæta og gera við og stoppa. Eg kærði mig ekki um, hvort
það var fínt eða fallegt, sem þau voru í. Hvað um það,