Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 82
5«
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
hvað merkir það þó, býst eg við, ef eg að eins g-æti
gripið það. “
,,Það merkir,“ svaraði Herraða ættin, sem þótti orð
hans heldur en ekki tortryggileg, „heiður og vegsemd í
æðsta veldi æðstu verðleika.11
,,Ja, uú er eg hissa,“ sagði hann, ogglaðnaði við.
En þegar liann fór að litast um á meðal þessara lík-
neskja úrjárni, marmara, eir og kopar, datt honum í hug
að reyna að finna þar minnismerki vinar síns, sem hann
hafði þekkt til forna, og verið hafði hinn nýtasti maður,
en það heppnaðist honum ekki; hann fann enga af því
tægi. Hann gat ekki fundið neinn þeirra manna, sem
með vitsmunum sínum höfðu frelsað hann og börn hans
frá aumasta og afskræmilegasta vesaldómi, sem með hug-
rekki sínu höfðu leyst forfeður hans úr ánauð, sem með
andríki sínu höfðu tryggt hinum lágu og lítilsigldu nýja
og göfuga lífsvegu, sem með ráðsnil.i sinni höfðu bætt
hag verkamannanna með ógrynni tjár og furðuverka, A
hinn bóginn fann hann aðra, sem honum voru ekki kunnir
að neinu góðu og enn aðra sem honum voru kunnir að illu
einu.
,,Eg botna ekkert í þessu,“ sagði hann og ræskti
sig.
Að svo mæltu fór hann heim og settist í arinskotið
sitt, að reyna að fá þessu útrymt úr huga sér.
Það var næsta fátæklegt og tómlegt þetta heimili
hans, sem var innilukt á alla vegu af óþverralegum rökk-
ur-dimmum strætum, en þrátt fyrir það, var honum það
hjartfólginn staður.
Konan hans hafði fengið sigg í hendurnar af áreynslu
og striti og hafði elzt fyrir aldur fram, en eigi að síður
elskaði hann hana. Börnin lians voru kyrkingsleg og
báru þess ljós merki að þau höfðu verið alin upp við óheil-