Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 90
66
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
annars staöar, máttu þeir vera. Aö auki voru þeir neydd-
ir til að klæðast annarleyum búning'i, til staðfesting'ar
þeini almenna úrskurði, að þeir væru fyrirlitnir afkom-
endtir útlifaðrar þjóðar. Sjálfir æsktu þeir þess eins, að
rneg'a vera i friði, en sú bón var þó ekki æfinlega veitt.
Þeir voru braktir úr einu landi í annað, úr einni borg í
aðra, eignir þeirra voru teknar með ofbeldi og þeir sjálfir
ekki ósjaldan lemstrnðir. í stuttu máli: Þeir voruofsóttir
á alla vegu. Þrátt fyrirallt þetta tókst þeim þó sniátt og
smátt að fullkomna það verk í Norðurálfu, sem stórmikinn
þátt á í að hindra stríð og styrjöld og á hinn bóginn, á
mestan þátt í auðsæld þjóðanna. Að Gyðingar hafi unnið
þetta verk, er ekki nema lítiliega viðurkent enn, en
sú viðurkenning er alt af að verða almennari, að Norður-
álfa eigi Gyðingum að þakka sína rniklu og sívaxandi al-
þjóðaverzlun. Gyðingar eru, ;em kunnugt er, snillingar
að græða á verzlun og vöruskiftum. Þ;ss veg, a með
fram hafa þeirfengið nafnið ,,okrarar,“ hjá öllum þjóðum,
þó auðvitað sé, að þeir séu harðdrægir og sumir miður
frómir í viðskiftum. En svo er þetta afsakandi. Það er
eðlileg afleiðing af margra alda ofsókn og rangsleitni,
sem þeir hafa mætt. Gyðingar voru upphaflega hneigðir
til landbúnaðar og akuryrkju, en með falli Jerúsalems-
borgar (árið 70 e. Ivr.) og flótta þeirra úr landinu helga,
byrjaði verzlunar-nám þeirra, og hefir haldiö áfram síðan.
Þegar til Norðurálfu kom, var þeim meinaö að eignast
land, og þeim var meinaö að nema læknisfræði, lögfræði,
stjórnfræði — í stuttu máli, þeim var bannað að menta sig
eða fullkomna á einn eða annan veg. Þeim var leyft að
hokra á þeim sérstaka reití borgunum, sem þeim var út-
hlutaður, og þar með var búið. Hvað var til ráða fyrir
þessa landfiótta vesalinga ? Þar sem lærðra manna staða