Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 97
ALMANAK 1908.
73
Mér var ekki meir en svo um þetta, því að eg var
Heldur upp með mér yfir því að hafa einka-ráð yfir bú-
staðnum. Eg fór upp í svefnherbergið, steig þaðan hljóð-
lega út á svalirnar, en þávar búið að slökkva Ijósið. Eg
sneri þá inn aftur, tók mér bók og las í eina tvo tímá. Eg
þóttist heyra við og við eins dg létt fótatak irínan um
húsið, en gaf því engar gætur, heldur lauk við bókin'a,
háttaði og sofnaði skjótt.
Um miðnættið hrökk eg upp við það, að mér fannst
einhver standa fyrir framan stokkinn. Eg settist upp,
kveikti á kerti-og leit þá hvar stóð á miðju gólfi afarstór
köttur; hann setti upp kryppuna og glápti á mig heiðgul-
umglyrnunum. Hann var af bezta Angora-kyni, ágætlega
fallega hærður, en liturinn var svo undarlega heiðgulur,
að dýrið sýndist vera steypt úr gulli.
Hann gekk til mín hægt og hljóðlega og nuddaði sér
mjúkt og varlega upp við fæturna á mér. Eg beygði
mig og strauk honum, hann tók því malandi og stökk
loks upp á 'hnén á mér. Eg sá þá, að þetta var læða, ný-
vaxin, og sýndist vilja lofa mér að strjúka sér eins lertgi
og mig lysti. Loksins lét eg hana niður á gólf og reyndi
til að fá hana til að fara út, en hún stökk út úr höndun-
um á mér og faldi sig einhversstaðar undir húsgögnunum,
en þó stökk hún strax upp í rúmið, þegar eg vár búinn að
slökkva á kertinu. En eg var Syfjaður og lét hana í friði.
Um morgunin þegar eg vaknaði, var hún horfin.
Með sanni má það segja, að mannsheilinn er við-
kvæmur, og verður auðveldlega þokað úr réttum skorð-
um. Áður en eg held lerigra áfram, þá skuluð þið rifja
upp fyrir ykkur það sem gerst hafði: ljós sást í herbergi,
þar sem engin von var til þess, og hvarf snögglega; kött-
ur, undarlega litur, kom fram og hvarf með dálitið kyn-