Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Page 99
ALMANAK 1908.
75
glugfgunum en gisin tjöld, og með því að veggjasvalirnar
lágu saman, þá vildi húsbúandi, hvort sem karl var eöa
kona, komast hjá óþægilegri forvitni frá minni hlið, og
slökti því Ijósið undir eins og fótatak mitt heyrðist. Eg
hafði einfalt ráð til að komast að raun um að þessu var
svo varið. Eg lét þjónustumann færa mér kaldan kveld-
skatt um hádegisbilið og hélt mér heima við eftir það.
Þegar rökkva tók hélt eg mig út við glugga hjá mér,
þangað til búið var að kveikja hinum megin,þá steig egút
á svalirnar og klifraðist yfir milligerðina hljóðlega. Eg
var alveg ósmeikur, þó eg mætti búast við að eg stofnaði
mér í lífshættu, annaðhvort af byltu eða af því að eg hitti
karlmann fyrir. Eg náði glugganum svo, að ekki heyrð-
ist minstu vitund til mín, hann var hálfopinn, og sá eg
glöggt í gegn um tjöldin, þó að ekki væri hægt að sjá
mig innanfrá fyrir þeim.
Eg sá inn í stórt herbergi, forkunnarvel búið, en þó
fornfálega; ljós brann þar á hfengilampa. Út við einn
vegginn stóð hvílubekkur; þar lá stúlka, úng og fríð, að
því er mér virtist. Hún hafði gullbjart hár, sem hrundi
niður um herðar og vanga. Hún hélt á spegli, skoðaði
sig og strauk sér, strauk handleggjunum yfir varirnar og
hreyfði líkamann og limina kynlega mjúkt að kattasið, en
hvenær sem hún hreyfði sig, þá glóði hárreifið í glitrandi
bylgjum
Eg verð að játa, að mér varð dálítið órótt, meðan eg
horfði á hana, einkanlega þegar þessi ungi kvenmaður
hvesti á mig augun — kynleg augu, grængulog glóandi
eins og eldslogi. Eg var viss um, að mig var ekki hægt
að sjá, með því að eg var í skugga fyrir utan tjaldaðan
glugga. En allt um það fann eg glöggt að
h ú n h o r f ð i á m i g. Meira að segja, hún hljóðaði