Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 102
ÓI.AFUK s. thorgeirsson:
78
Tribordeaux brosti.
,,Eg liug'Sa aB eg hafi ekki verið svo algerlega sann-
færBur um það, jafnvel eins og þá var komið,“ mæltí
hann; ,,'en eg skal játa að þessi kjánalega hugsun sótti á
mig oft og lengi þær löngu andvökustundir sem eg lifði
þá, og stöfúðu frá því, að heilinn var of fús til starfa. Já,
það var stundum að það sveif að mér, að þessar verur
væru ekki tvær ólíkar, heldur ein og hin sama í tvennum
ham — báðar með grænleit augu, mjúklegar hreyfingar,
gullbjart hár og kynlegar í háttum. Eg sá Lindu oft og
íðulega, en aldrei sá eg þær báðar í einu, þó eg reyndi
til að korna að henni svo að hún varaðist ekki. Eg
reyndi að hafa þetta af mór með íhugun og fortölum, leit-
aðist við að sannfæra sjálfan mig um að hér væri ekki
neitt dult á seiði, og reyndi að gera gvs að sjálfum mér
fyrir að vera snteykur við kvenmann og meinlausan kött.
Satt að segja, þá komst eg að þeirri niðurstöðu, að mér
stæði ekki neinn verulegur geigur af stúlkunni, né kett-
inum, hvorri í sínu lagi, heldur af hugsuninni til ham-
skifta þeirra; af einhverju, sem var ekki líkamlegt, heldur
sýnileg og holdi íklædd ímynd anda míns, mér stóð ótti af
óskýrri hugsun, en sá ótti er í sannleika allra skæðástur.
Eg fór að verða veikur á sinninu. Eg hjalaði við
Lindu frameftir kvöldunum með fullum trúnaði og margt
annað en það sem lítið kunnugar persónur oftast tala um,
Og fekk bráðlega ástarþokka til hennar; en á daginn tók
eg út kvalir líkt því sem stríða á þá sem vitfirring er að
færast yfir. Smámsaman festist í mér ásetningur, sterk
löngun til að ráða fram úr þessum sífelda, kveljandi efa;
og því vænna sem mér þótti um Lindu, því ríkara rak
þessi löngun á eftir mér. Eg ásetti mér að
drepa köttin n*.