Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Qupperneq 104
So
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
eg var nýbúinn aÖ lóga, tæki á móti mér þegar eg kæmí
inn. En svo varð þó ekki. Herbergin voru tóm. Eg
datt ofan á rúmið í hálfgerðu yfirliði og svaf í fyrsta sinn
án þeirrar meðvitundar að einhver væri að sveima kring
um mig’, þeim fasta svefni sem villidýrið sefur eða glæpa-
maður eftir framið morð, allan daginn til kvölds.“
Við hlýddum sögunni steinþegjandi til þess hér var
komið. Þá greip einhver fram í og segir:
,,Eg sé hvernig hún endar. Linda hefir horfiö um
leíð og kötturinn. “
,,Þér sjáið fullvel," svaraði Tribourdeaux, ,,að at-
burðina í sögu þessari ber undarlega saman, úr því að
þér eruð svona nærgætinn um það hvernig þeir komu
heim hver við annan. Já, Linda hvarf. Þeir fimdu í
herbergi hennar fatnað og línklæði og jafnvel nátthjúp-
inn sem hún ætlaði að vera í þá nótt, en ekkert fanst þar
til leiðbeiningar um það hver hún hefði verið. Eigandi
hússins hafði leigt herbergið ,,jómfrú Linda, söngmey. “
Hann kunni frá engu öðru að segja. Mér var stefnt fyrir
lögregludómara. Eg hafði sést reika nálægt fljótsbakk-
anum með æðissvip, kveldið sem hún hvarf. Til allrar
hamingju þekti dómarinn mig, og var þar að auki
vitrari en fólk gerist. Eg sagði honum í einrúmi alla
söguna eins og hún hafði gerst. Hann lét hætta ran-
sókninni; samt held eg eg megi segja að fáir hafa komist
nær því að vera dæmdir sekir um glæp, og sloppið þó. “
Stund leið svo að enginn mælti orð, af þeim sem
hlýddu sögunni. Loksins tók einn til orða, til að rjúfa
þögnina og þann óhug sem slegið var á alla, og segir:
,,Veriöþérnú ekki að þessuni látalátum, doktor;
segið eins og satt er, að þetta er allt tilbúningur, til þess
gerður að halda vöku fyrir kvenþjóðinni í nótt. “