Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Side 109
ALMANAK 1908.
85
olíu flaska frá olíu læk í Pennsylvaníu. Hann vissi aö
kol-olía var nú notuö til áburöar á vélar ogf jafnvel til ljós-
matar. Kom honum þá eölilega til hugar, hvort ekki
mundi mega hreinsa steinolíuna og nota hana til hins
sama. Var þá sendur maöur til Olíulækjar á kostnaö
Bissells, að tilkynna þar, um mögulegar horfur á því, aö
auka viögang og verzlun steinolíunnar. Þóttu þetta hinar
beztu fréttir og var aö vörmu spori myndað félag í New
Haven og nefnt Steinolíufélag Pennsylvaníu. Hluthafar
félagsins réöu í þjónustu sína Prófessor Benjamín Silliman
frá Yale-háskóla, víðfrægan efnafræöing, til þess að
sundurleysa og rannsaka steinolíuna frá Pennsylvaníu.
Rannsóknir próf. Sillimans stóöu yfir í fimm mánuöi,
og voru þær í mesta máta hinar ítarlegustu. Skýröi hann
þá félaginu frá, að þaö ætti í eigu sinni eitt hiö dýrmætasta
efni, sem á mjög ódýran og einfaldan hátt mætti hreinsa
og gjöra aö mjög arðberandi verzlunar-vöru.
Óx félaginu svo hugur við skýrslu þessa, að það á-
ræddi áriö 1854 aö kaupa 105. ekrur af landi á bökkum
Olíulækjar, þar sem hinn fyrsti olíubrunnur í Ameríku
var boraöur.
Eftir ítarlegar og marg-endurteknar tilraunir, til þess
aö ná sem mestu af, og hagkvæmlegast olíunni úr jörö-
inni, var það fyrst fjórum árum síðar að Edwin L. Drake
hepnaöist aö grafa Artesiskan brunn og byrjaði hann
þegar aö dæla olíu úr lionum, sem svaraði 25 tunnum á
dag. Varð þrekvirki Drakes fljótlega hljóðbært og vakti
miklar hreyfingar. Brá þá Bissell í New York viö og
keypti öll áhöld og olíu Pennsylvaníufélagsins og var
sjálfur í fjóra daga við Olíulæk. HækkuÖu þá í veröi
landeignir allar nærliggjandi, sem báru þess merki að olía
væri þar í jörðu fólginn. Bissell keypti bænda eignir