Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 24
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
1. Alþingi telur ísland hafa öðíast rétt til
fullra sambandsslita við Danmörku, þar sem ís-
land hefir þegar orðið að taka í sínar hendur
meðferð allra sinna mála, enda hefir Danmörk
ekki getað farið með þau mál, sem hún tók að sér
að fara með í umboði íslands með sambandssamn-
ingi íslands og Danmerkur frá 1918.
Af Islands hálfu verður ekki um að ræða end-
urnýjun á sambandslagasáttmálanum við Dan-
mörku, þótt ekki þyki að svo stöddu tímabært,
vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum
sambandsslitum og endanlegri stjórnarskipun rík-
isins, enda verði því ekki frestað lengur en til
styrjaldarloka.
2. Alþingi ályktar að kjósa ríkisstjóra til
eins árs í senn, sem fari með það vald, er ráðu-
neyti Islands var falið með ályktun alþingis hinn
10. apríl 1940, um æðsta vald í málefnum ríkisins.
3. Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja
sínum, að lýðveldi verði stofnað á Islandi jafn-
skjótt og sambandinu við Danmörku verður form-
lega slitið.
Ályktanir þessar eru í beinu samræmi og
sambandi við ákvarðanir þær, sem Alþingi tók 10.
apríl 1940, er það ákvað, að ísland tæki í sínar
hendur meðferð allra mála þjóðarinnar, þar eð
Danmörk gat eigi lengur, vegna hins þýzka her-
náms og styrjaldarinnar, farið með þau mál af
hálfu íslands, sem henni voru falin með sambands-
lögunum frá 1918. Með ályktun Alþingis 10. apríl
í fyrra var ráðuneyti íslands því fengið í hendur
æðsta vald í málefnum landsins og falið vald
það, sem konungur hafði áður farið með sam-
kvæmt stjórnarskránni. Með þessari samþykt var
alt vald í íslenzkum málum þessvegna, til bráða-
birgða, flutt ínn í landið.