Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 27
ALMANAK 1942
25
Reykjavíkur 1912-20, og var þingmaður Reykvík-
inga 1914-16 og aftur árið 1920. Er sú upptalnirig
ærið beinaber, en gefur þó dálitla hugmynd um
opinber störf Sveins Björnssonar í þágu Reykja-
víkur, en svið áhuga hans og starfsemi á þessum
árum náði vitanlega langt út fyrir takmörk höf-
uðstaðarins.
Verður það sér í lagi sagt um þrjú þjóðþrifa-
mál, sem hann beitti sér fyrir manna mest, en það
voru stofnun Eimskipafélags Islands, Brunabóta-
félags Islands og Sjóvátryggingafélag íslands.
Hann var formaður Eimskipafélagsins frá stofnun
þess 1914-20, forstjóri Brunabótafélagsins f
1916-20 og í stjórn Sjóvátryggingarfélagsins frá
byrjun þess til 1920 og einnig 1924-26.1)
Þó að þessi störf hefðu nægt til þess að halda
nafni Sveins Björnssonar lengi á lofti, hefir hann
samt orðið víðkunnastur sem sendiherra Islands
í Kaupmannahöfn síðan 1920, að undanteknum ár-
unum 1924-26, er sendiherraembættið var lagt
niður um stundarsakir. Eftir hernám Danmerkur
vorið 1940 kom hann heim til íslands og hefir verið
ráðunautur landsstjórnarinnar í utanríkismálum.
Sveinn Björnsson er kvæntur Georgiu, dóttur
Henrik Hansen, lyfsala í Hobro á Jótlandi; eiga
þau fimm börn, sem öll eru upp komin.
Bústaður ríkisstjórans verður að Bessastöð-
um, og verður þessi sögufrægi staður þannig að
nýju aðsetursstaður æðsta valdsmanns þjóðarinn-
ar, að þessu sinni íslenzks manns, er eigi lýtur er-
lendum valdboðum.
m.
Með réttu hefir Sveinn Björnsson verið nefnd-
ur “brautryðjandi í íslenzkum utanríkismálum”,
1) Um hlutdeild hans í stofnun Eimskipafél. og starf í
þágu þess, sjá: Guðni Jónsson: Eimskipafélag íslands
tuttugu og fimm ára, Reykjavík, 1939.