Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 28
26 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
því að hann var fyrsti, og lengi eini, sendiherra
íslands í öðrum löndum. Var sendiherrastaða
hans í Kaupmannahöfn bæði vandasöm og ábygð-
armikil, og stórum umfangsmeiri heldur en marga
mun gruna, því að fjarri fór, að starf Sveins sendi-
herra á þeim nærfelt 20 árum, sem hann hefir
verið trúnaðarmaður ísiands erlendis, væri bundið
við Danmörku eina saman. Hann hefir mætt sem
fulltrúi íslands á ýmsum alþjóðaráðstefnum og
verið formaður verzlunarsamninganefnda við
mörg lönd fyrir hönd þjóðar sinnar. Hefir hann
notið fullkomins trausts hinna ýmsu íslenzku
stjórna, sem hann hefir starfið fyrir, og áunnið
sér almenna tiltrú og hylli utanlands og innan
með starfsemi sinni og framkomu allri.l) Hann
er hið mesta prúðmenni í framgöngu og minnist
sá, er þetta ritar, hversu ljúfmannlega Sveinn
sendiherra tók honum í Kaupmannahöfn sumarið
1930. I ágætri grein í Eimreiðinni (1931) hefir
Ólafur prófessor Lárusson, sem er gagnkunnugur
Sveini ríkisstjóra, lýst honum á þessa leið:
“Þegar Sveinn Björnsson varð sendiherra,
hafði hann ekkert fengist áður við þau störf, er
þá biðu hans. Þetta kom honum þó eigi að sök,
þótt það myndi hafa reynst mörgum öðrum hættu-
legt fótakefli. Það á við slíkar stöður, frekara
en margar stöður aðrar, að til þess að gegna þeim
svo vel sé, þarf meira en reynslu og æfingu. Þar
þarf hæfileika, sem tæplega verða fengnir með
æfingu einni saman, og venjulega eru ekki eign
annara en þeirra, sem þeir eru áskapaðir. Þá
hæfileika á Sveinn Björnsson í óvenjulega ríkum
mæli. Og þeir voru komnir í ljós löngur áður en
hann varð sendiherra. Hann er óvenjulega aðlað-
andi í framkomu og vekur því ósjálfrátt traust og
D Fróðleg og skemtileg lýsing á starfsemi hans og
annara sendiherra er grein Sveins Björnssonar: “Hvað
gerir sendiherra?” Jörð, desember 1940.