Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 30
28 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
stjóra, því að hann nýtur þar mikils traust og við-
tækra vinsælda. Hefir það þegar komið á dag-
inn í opinberum ummælum um kosningu hans.
Viðhorf hans til frændþjóða vorra á Norð-
urlöndum kom bæði glögglega og fagurlega fram
í fyrnefndri ræðu hans í sameinuðu þingi 17. júní,
en þar féllu honum meðal annars þannig orð:
“Það er von mín og ósk — og eg held okkar
allra —, að vér Islendingar eigum eftir að eiga
sem mest mök við allar þessari fjórar frændþjóðir
vorar á Norðurlöndum. Að þess verði kostur í
framtíðinni að halda áfram og auka það samneyti
vort við þessar þjóðir á sviðum menningar og á
öðrum sviðum, sem sífelt fór vaxandi árin fyrir
styrjöldina. Mér virðast öll rök leiða til þess, að
vegna blóðskyldleika, menningaraðstöðu, sameig-
inlegra hugðarefna og líkra aðstæðna á ýmsum
sviðum, munum vér íslendingar hvergi fá betui
notið vor en í þessum vina- og frændahóp.”
En eins og margreyndum og víðsýnum stjórn-
málamanni sæmdi, túlkaði Sveinn ríkisstjóri fram-
tíðarvonir íslendinga á breiðari grundvelli en
stöðu þeirra meðal frændþjóðanna á Norðurlönd-
um. Hann ræddi einnig um þær vonir frá al-
þjóðlegu sjónarmiði. Réttilega lagði hann áherslu
ó það, að smáþjóð eins og Islendingar getur eigi á
öðrum grundvelli bygt framtíðartilveru sína en á
grundvelli réttarins, og fór um það þessum orð-
um: “Af þessu leiðir, að jafnframt því, sem vér
verður að standa einhuga saman um það, að
halda fast og einarðlega á því, sem sannfæring
vor segir, að sé réttur vor, munum vér og vera
jafn einhuga um að ganga ekki á rétt annara
þjóða. Vér munum virða réttinn, einnig er aðrir
eiga í hlut — en aldrei máttinn án réttar.”
Þá sneri ríkisstjóri máli sínu að núverandi
högum hinnar islenzku þjóðar og benti henni til