Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Síða 31
ALMANAK 1942
29
fyrirmyndar á nokkur meginatriði, sem þjóðir
þær, er nú þerjast fyrir frelsi sínu og sjálfstilveru,
telji nauðsynlegar til sigurvinningar: — einhug
allrar þjóðarinnar, bera hver annars byrðar,
gœtni i orðum og athöfnum, og þjónustuskyldu
einstaklingsins við þjóðarheildina. Skilgreindi
hann hvert atriði fyrir sig og eiga orð hans um
þjónustuskylduna sérstakt erindi til vor íslend-
inga í landi hér, hvort sem er í Canada eða Banda-
ríkjunum:
“Það er máske heppilegra að kalla þetta þjón-
ustuhug eða þjónustuvilja en þjónustuskyldu. Því
að það, sem eg á við, kemur innan að, úr brjósti
hvers einstaklings. Svo sem farið er hugsunar-
hætti lýðfrjálsra þjóða, er erfitt að beita nauðung
eða hörku af hálfu þeirra, sem með völdin fara.
Einstaklingurinn býður af fúsum vilja fram orku
sína og hæfileika til þjónustu við heildina, við
þjóð sína og fósturjörð. Og allir reyna um leið að
samstilla sig svo við aðra landsmenn, að sem mest
gagn megi verða af þessari þjónustu einstaklings-
ins. Menn forðast að láta þjónustu við sína eigin
sérhagsmuni sitja í fyrirrúmi, ef hún samræmist
ekki þjónustu við heildina. Menn inna af hendi
þessa þjónustu, er til þeirra er kallað, og við það
verk, sem hæfileikar hvers eins, kunnátta og allar
aðrar aðstæður eru líklegar til að koma heildinni
og framtíðaröryggi og frelsi fósturjarðarinnar að
gagni, hvort sem það samræmist fyrri hugmynd-
um hans og lífsvenjum eða ekki.”
Þessi orð tala sérstaklega til vor sem canad-
iskra eða bandaríkskra þegna, og aldrei hefir frem-
ur reynt á þegnskap vorn en einmitt nú á þessum
tímum. En Sveinn ríkisstjóri hefir einnig ávarpað
oss sérstaklega sem menn og konur af íslenzkum
stofni. Það var eitt af fyrstu embættisverkum
hans að tala á hljómplötu ávarp það til vor Vestur-