Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 33
SAFN TIL LANDNÁMSSÖGU
ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
r
Bellingham og Bellingham Islendinga
Eftir Margréti J. Benedictson
* (Framhald)
Ársœll og Arndís Ágústsson. Ársæll er sonur
Ágústs Jónssonar fyrrum hreppstjóra í Njarðvíkur
og Keflavíkur hreppum og sýslunefndarmaður í
Gullbringusýslu, Jónssonar óðalsbónda í Fljótsdal
í Fljótshlíð, og Guðleifar Magneu Ársælsdóttur
Jónssonar frá Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík í
Gullbringusýslu. (Foreldrar Ársæls eru nú til
heimilis í Reykjavík).
Kona Ársæls er Arndís Árnadóttir prests, Þor-
steinssonar frá Kálfatjörn í Gullbringusýslu og
Ingibjargar Sigurðardóttur frá Gestshúsum á
Álftanesi. Þau Ársæll og Arndís giftust árið 1912
og komu þá þegar vestur um haf; dvöldu eitt ár í
Winnipeg. Fluttu þá vestur á Kyrrahafsströnd
og voru rúmt ár í Seattle. Þaðan fluttu þau til
Bellingham og eru þar nú. Börn eiga þau fjögur.
Þau eru: Fanny, Ágúst, Pearl og Edith á aldrinum
frá 12 til 19 ára. Fanny tók upp verzlunarnám
eftir að hafa útskrifast af miðskóla, og er nú
“prívat”-skrifari. Tvö næst henni að aldri eru í
miðskóla, og það yngsta á alþýðuskóla. Börnin
eru öll hin mannvænlegustu.
Ársæll er vel gefinn maður, snyrtimenni og
söngmaður mikill. Annars er sama að hverju
hann vinnur, því alt leikur honum í höndum.