Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Qupperneq 34
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Hann hefir nú unnið í mörg ár hjá sama félar
stórri húsgagna búð, þeirri stærstu í Bellingham.
Heimili þeirra hjóna er myndarlegt, og sýnir að
þar stefnir alt og allir áfram og upp á við. — Gott
heimili.
Jóhanna Goodman er fædd árið 1861, að Selja-
tungu í Gaulverjabæjarhrepp í Árnessýslu. For-
eldrar hennar, Guðmundur Vigfússon og Elízabet
Jónsdóttir, bjuggu þar í mörg ár, og hjá þeim
var Jóhanna til fullorðins ára. Um tvo bræður
hennar, Ingvar og Elías, hefir áður verið ritað;
þann síðarnefnda í Vatnabygðaþáttum, þann fyr-
nefnda í Point Roberts þáttum í Almanaki Ó. S.
Th. 1925, og vísast til ættar Jóhönnu þangað.
Eftir að Jóhanna fór frá foreldrum sínum, var
hún þrjú ár í Reykjavík. Þaðan fór hún norður á
Akureyri og giftist þar Ólafi Guðmundssyni Nik-
ulássonar, ættuðum úr Reykjavík. Þau hjón, Jó-
hanna og Ólafur voru þar, þ. e. á Akureyri, nokkur
ár, síðar í Flatey á Skjálfanda. Þaðan fóru þau
aftur til Reykjavíkur. Eftir 15 ára samveru misti
Jóhanna mann sinn frá sex börnum. Árið 1900
flutti hún vestur um haf með fimm börnum
sínum, var meiri hluta árs í Winnipeg, og lengst af
þeim tíma veik. Þaðan fór hún vestur að hafi —
til Point Roberts, Washington, og var í þrjú ár
ráðskona hjá Kristjáni bónda Benedictssyni (sjá
Alm. Ó. S. Th. 1925). Þaðan fór hún til Blaine og
var þar nokkur ár. Árið 1913 fór hún austur til
Saskatchewan og nam land nokkrar mílur frá
Leslie, P.O. Náði rétti á því landi og seldi það
svo. Næstu 5 ár mun hún hafa átt heimili að
Mozart, Saskatchewan. Árið 1921 fluttist hún enn
vestur á strönd, og hefir unnið þar á ýmsum stöð-
um, en lengst af haft heimili í Bellingham með
tveim börnum sínum, Rósu og Guðmundi.