Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Side 40
38 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
Bergjón J. Pétursson er fæddur 29. sept. 1864
á Lambastöðum í Laxárdal, Dalasýslu. Foreldrar
hans voru Jón Pétursson, ættaður úr Njarðvíkum
og Þorbjörg Hannesdóttir, ættuð úr Húnavatns-
sýslu. Þorbjörg var náskyld dr. Hjaltalín (með
hripið). Bergjón ólst upp á Hróðnýjarstöðum í
Laxárdal, hjá hjónunum Margréti Einarsdóttur og
Sigurði SiguTðssyni, og kom með þeim vestur um
haf, til Winnipeg. Þar lézt Margrét tveim árum
seinna. En þeir Sigurður og Bergjón fóru vestur
til Argyle, Manitoba. Þar var Bergjón næstu
þrjú ár. Fór þá til N. Dak., og var þar eitthvað.
Þaðan fluttist hann vestur á Kyrrahafsströnd,
vann þar á ýmsum stöðum þar til árið 1900, að
hann kom til Bellingham. Þar kom hann sér upp
laglegu heimili og hefir verið þar síðan.
Bergjón er bókhneigður — vinnur og les — og
býr að sínu. Haldinorður á gamla vísu, og bezti
karl.
Guðmundur og Hctlldóra Kristjónsdóttir Lax
dal munu hafa komið til Bellingham með allra
fyrstu íslendingum er þangað fluttu, líklega árið
1892—3. Guðmundur var einn af þeim fjórum Is-
lendingum, sem árið 1893 fóru í landssokðun til
Point Roberts. Leist honum, sem þeim, er með
honum fóru yfir þangað, þeim Kristjáni Benson,
John Burns og Sigurði Hauk, vel á sig þar, og
bjóst við að nema þar land. En hvarf frá því ráði,
sökum heilsuleysis konu sinnar. Fór aftur til
Bellingham og mun hafa dáið þar.
Þau Laxdals hjón voru og ein af löndum þeim
er settust að á Eyrinni, sem nefnd er í formálan-
um. Ein'hverntíma eftir 1912—13, var flest fólk,
þ. e. landnemar, fluttir upp í bæinn og leigðu eða
keyptu heimili eftir því, sem verða vildi, eða hag-
anlegast þótti, úr því börnin fóru að komast upp
og hjálpa til með heimilishaldið, og svo fór og hér.