Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1942, Page 41
ALMANAK 1942
39
Guðmundur G. Laxdal var einn af sonum
Gísla Jónssonar frá Saurum — Saura Gísla — sem
allir eldri íslendingar kannast við. Kona hans,
Halldóra Kristjánsdóttir, var systir Björns Kristj-
ánssonar alþingismanns (um eitt skeið) og stór-
kaupmanns í Reykjavík. Mun þetta nægja til að
ættfæra þau hjón. Börn þeirra hjóna eru þessi;
þrjár dætur: Sarah, gift dr. Smith; Þorbjörg, gift
Ralph Ghisholm; Kristrún (Strúna), Mrs. Fraiser,
allar í Bellingham; og tveir synir: Jón og Hringur,
sá síðari er kvæntur hérlendri konu. Öll eru
börnin hin myndarlegustu.
Hjá Halldóru var kona sú er Guðbjörg hét,
Pétursdóttir, ættuð af Skógarströnd í Snæfells-
nessýslu, mun hafa komið með henni að heiman.
Lárus og Þorbjörg Grímsson. Þau hjón, Lárus
Grímsson frá Úlfsvatni, í Ölfusi, í Árnessýslu, og
kona hans, Þorbjörg Freysteinsdóttir frá Hjalla í
sömu sveit og sýslu, komu til Bellingham kringum
3902—3 frá Pembina. Líklega hafa þau ekki
verið lengi í Pembina, því ekki er þeirra getið í
Pembina-þætti Þorskabíts. í Bellingham voru
þau þó lengi, líklega yfir 20 ár. Þar starfræktu
þau gistihús — Victor Hotel — mikið af þeim tíma,
sem þau voru þar. Börn áttu þau sex. Þau eru
Ágúst, Vilhjálmur, Ben, Lára, Sigurlín og Guð-
björg, öll hin mannvænlegustu, og öll gift hér-
lendu fólki. Lára giftist lögfræðing, sem um eitt
kjörtímabil var lögmaður Bellingham borgar. Nú
er fólk þetta alt komið til Portland, Ore. Þar er
Ágúst nú hótel-haldari.
Lára mun eitt sinn hafa verið fegurðargyðja
Bellingham, enda hafði hún sérstakt orð á sér
fyrir fegurð. Maður hennar var stoltur af að
mægjast íslendingum, og kvað konu sína bera af
öilu kvenfólki.